Vera - 01.06.1992, Side 2

Vera - 01.06.1992, Side 2
VERA TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI 3/1992—n.árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Sími 22188 Útgefandi: Samtök um Kvennalista Forsíöa: Mynd: Magnús Ólafsson Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson Drífa Hrönn Kristjánsdóttir Guörún Ólafsdóttir Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Kristín Karlsdóttir Nína Helgadóttir NRÉTTINDAK EMMA GOLDMAN (1869-1940) „Ég vil frelsi; rétt til að hafa mínar eigin tilfmn- ingar. rétt allra til fallegra gleðilegra hluta. í mínum huga stendur anarkismi fyrir þessum hlutum og ekkert getur aftrað mér í að lifa eftir því. Hvorki fangelsi. ofsóknir, né nokk- uð annað. Já. þrátt fyrir for- dæmingu félaga minna mun ekkert hindra mig í að lifa eftir þessari fallegu hugsjón. “ Þessi eru orð Emmu Goldman sem allt sitt líf var í baráttu fyrir betra mannlegra samfélagi og ekkert fékk hindrað hana í þvi. Emma fæddist árið 1869 í rússneska keisara- dæminu. Frá fyrstu tíð þurfti hún að þola bar- smíðar og andlegt olbeldi föður síns sem sífellt kvartaði yfir þeim harmi að frumburðurinn hefði verið stúlka. Harðneskja og mótlæti mætti henni strax á æskuárunum og blönduðust síðar meir heilu hafi óréttlætis sem hún varð vitni að á lífsleiðinni. Þetta stælti Emmu í kvenfrelsishug- sjónum sínum sem síðar blönduðust anarkisma. Þegar hún var fimmtán ára reyndi faðir hennar að gifta hana. Emma, sem var sjálfstæð og upp- reisnargjörn, vildi ekki giftast. Hún vildi ferðast, læra og fræðast. Eftir deilur við föður sinn fékk hún að ílytjast til draumalandsins, Bandaríkj- anna, ásamt systur sinni. Hún kynntist kenning- um anarkista og heillaðist af frelsisboðskapnum sem hún fann í hugmyndum þeirra. Nú hófst nýr kafli ævi hennar sem helgaðist af baráttu hennar innan anark- istahreyfingarinnar. Þar fann hún hugmynda- fræðilegan grunn fyrir kvenfrelsishugsjónir sínar. Hjónabandið sem hún þá þegar hataði, fór hún að sjá sem enn eina kúgunarstofnun kapítalisma og ríkis. Það setti konuna í stöðu vinnudýrs heimilisins og kynlífstækis, sem notast ætti sem ódýrt vinnuafi og fæðingarvél. í hjónabandi var konan dæmd til ævilangs ósjálfstæðis, í skiptum íyrir efnahagslegt öiyggi. Ekki voru það góð skipti. Emma batt engar vonir við kosningarétt og vildi ekki vinna með „Suffragettunum" svokölluðu að því markmiði. Hún vissi það, sem síðar sann- aðist, að kvennamisréttið átti sér miklu dýpri rætur, djúpt í samfélagsgerðinni og hugum fólks. Hún réðist að hinni ómeðvituðu hugmyndafræði sem alls staðar réði ríkjum og stuðlaði að bælingu kvenna strax frá barnæsku. „Sagan sýnir okkur að allir kúgaðir hópar hljóta frelsi frá kúgurum sínumfyrir eigiðfrumkvæði. Það er nauðsynlegt að konan læri þá lexiu og að hún skilji að frelsi hennar nær jafn langt og máttur hennar til að sæhja þaðfrelsi. Því er mikilvægast fyrir konur að bytja á eigin umbreytingu lil að losna frá klifjum fordóma. hefða og siða. “ Heiða Björk Sturludóttir 2 Starfskonur Veru: Ragnhlldur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Þórunn Bjarnadóttir Útlit: Harpa Björnsdóttir Ljósmyndir: Þórdís Ágústsdóttir og fleiri Auglýsingar: Áslaug Nielsen Ábyrgö: Ragnhildur Vigfúsdóttir Setning og tölvuumbrot: Edda Haröardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjóls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimiliö Bjarkarós Ath. Greinar í Veru eru birtar ó óbyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.