Vera - 01.06.1992, Qupperneq 7
I BLIÐU O G STRIÐU
Karlmenn eru flestum konum hugleiknir og VERA hefur
nokkrum sinnum gert þeim ítarleg skil. Má þar nefna þema
desemberblaðsins 1987 Neyðaróp... eða stríðsyfirlýsing
þar sem fjallað er um bók Share Hite Konur og ást - bylting
i burðariiðnum. Sú bók vakti á sínum tíma töluverða athygli
vestan hafs og austan enda voru niðurstöðurnar
allskuggalegar, en í Ijós kom að konur voru fokreiðar út í
karlmenn og margar komnar á fremsta hlunn með að
gefa þá upp á bátinn sem félaga og ástvini. Umfjöllun Veru
vakti það mikla athygli, að fyrsta tölublað næsta árs var
tileinkað hlutverki karla í kvenfrelsisbaráttu. Þar segir m.a.
að upphafið að breyttri stöðu kynjanna og bættum sam-
skiptum þeirra sé að leita í persónulegu sambandi karls og
konu. „Ef þau geta ekki staðið jafnfætis heima er spurning
hvort þau geti það úti í þjóðfélaginu. Ef aftur á móti
kvenfrelsisbaráttan er farin að bera árangur í einkalífi
fólks þá er jafnvel ekki eins langt í land og við höldum.“
Síðan eru liðin fjögur ár og mörgum þykir
terðinni miða hægt. Grein Eyjólfs Sturlaugs-
sonar í síðasta jólablaði, lesendabréf sem
okkur bárust frá tveimur körlum í kjölfar
hennar og sú staðreynd að félagsmála-
ráðherra hefur sett á laggirnar nefnd til að
kanna stöðu karla í breyttu samfélagi, ýtti
rækilega við okkur. Hver er staða íslenskra
karla? Eru þeir á krossgötum eða í krísu? Óttast konur
gagnbyltingu? Hvernig vilja konur hafa karlmenn? Hvaða
kröfur gerum við til þeirra sem þeir standa ekki undir?
Viljum við mjúkan Tarzan sem vinnur ekki eftirvinnu eða
hinn svokallaða „Sissý“ sem axlar fulla ábyrgð á fjölskyldu
sinni, situr stundum heima yfir sjúkum börnum og verður
fyrir bragðið að þola háð og spott vinnufélaganna? Leiðir
hefðbundið uppeldi drengja til þess að karlmenn verða
andlegir og fjárhagslegir taparar sem geta ekki tjáð tilfinn-
ingar sínar og myndað tengsl við annað fólk? Byggist
sjálfsímynd og sjálfsvirðing íslenskra karla eingöngu á
vinnunni?
í leikritinu M. Butterfly, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu sl.
vetur, er brugðið á leik með hugmyndir okkar um hvað er
kvenlegt og karlmannlegt. Aðalpersónan, karlmaður sem
villir um fyrir ástmanni sínum árum saman svo hinn
síðarnefndi elskar hann sem konu og telur hann m.a.s.
vera barnsmóður sína, segir á einum stað
að ástæðan fyrir því að karlmenn leiki öll
kvenhlutverk í Þekingóperunni sé sú að
karlmenn einir viti hvernig konur eigi að
vera. Ef lesendum þykir óeðlilegt að við
skilgreinum hér karla út frá okkar forsend-
um svörum við í sama dúr. Konur einar vita
hvernig karlmenn eiga að vera. □ RV
7