Vera - 01.06.1992, Side 8
VEINAR
í SÁLARHÁSKA?
Allt frá því að jafnréttisbaráttan
hófst á íslandi hafa konur verið
að vinna að þvi að leiðrétta þá
mismunun sem þær verða íyrir
vegna kynferðis síns. Þær hafa
verið að stokka upp hin hefð-
bundnu kynhlutverk og fjöl-
skyldumynstur og skapa ný
lífsviðhorf. Enda þótt megin-
áhersla kvennahreyfingarinnar
hafi verið staða kvenna, hafa
konur lengi sagt að skipulag karl-
veldisþjóðfélagsins skaði bæði
kynin. En karlar hafa ekki viljað
hlusta á svoleiðis „kvennakjaft-
æði“ og righalda í gömlu gildin.
Þar til nú að karlar virðast vera
að vakna af Þyrnirósarsvefni sin-
um og i einhverjum mæli farnir
að átta sig á því að þeir tapa líka
á þessu kerfi sem þeir leggja sig í
líma við að viðhalda.
Jóhanna Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, stofnaði opinbera
nefnd 24. október síðastliðinn
sem hefur það markmið að ná
fram jafnari verkaskiptingu og
ábyrgð á heimilum og á vinnu-
markaðnum. Nefndin efndi svo til
ráðstefnu í lok maí, til að viðra
staðreyndir og hugmyndir um
stöðu karla í íslensku samfélagi.
Áhugi karla á þessu máli getur
varla talist mikill því á ráð-
stefnunni voru konur í miklum
meirihluta. Karlar voru um 40
prósent þátttakenda.
Á ráðstefnunni voru lagðar
fram ýmsar staðreyndir um til-
vistarkreppu karla. Þeir vilja ekki
lengur uppfylla þær kröfur sem
gerðar eru til þeirra bæði af kon-
um og vinnumarkaðnum. Fýrir-
lesarar gerðu hinsvegar lítið til
þess að kryfja málin eða koma
með tillögur til úrbóta. Enn er
eftirfarandi spurningum ósvarað:
Eru karlar sáttir við að vinna um
50-60 stunda launaða vinnuviku
meðan börnin þeirra eru ung?
Vilja þeir vera heima til að kynn-
ast börnum sínum án þess að
setja fjárhag fjölskyldunnar í
hættu? Eru hugmyndir þeirra um
karlmennskuhlutverkið þeim
fjötur um fót? Eiga karlar ekki
rétt á því að vera tilfinningaverur
eins og konur? Vilja karlar verða
sjálfbjarga og taka ábyrgð á lífi
sínu? Hvernig tapa karlar á því
kerfi sem karlveldið byggir á?
Vilja þeir breyta því? Vilja þeir
leggja eitthvað á sig til að gera líf
sona sinna betra en þeirra eigið?
Enn sem komið er verða konur að
vera bjartsýnar og vona að þetta
sé byrjunin á aukinni umræðu
um stöðu karla þar sem þeir leita
lausna sem við getum öll unað
við.
Erlendis er umræðan komin
lengra. í Svíþjóð og Noregi hafa
opinberar nefndir verið starf-
ræktar síðan 1985 og annars
staðar á Vesturlöndum hafa
karlahreyfingar sprottið upp þó
svo að þær séu flestar smáar í
sniðum enn sem komið er.
Bandaríkjamenn hafa verið dug-
legastir við að gefa út bækur um
sérmálefni karla fyrir karla og
komst bókin Iron John eftir
ljóðskáldið Robert Bly, sem er
jafnframt einn af frumkvöðlum
karlahreyfingarinnar þar, á met-
sölulista. Nefndirnar á Norður-
löndunum hafa komið hugmynd-
um sínum á framfæri við fjölmiðla
og á vinnustöðum í formi stuttra
leikþátta. Leikþættirnir eru svip-