Vera - 01.06.1992, Síða 11

Vera - 01.06.1992, Síða 11
RAUMAPRINSINN hvernig er hann? Hann verður að þola að ég sé stundum á móti öllu sem hann segir og þykja vænt um mig þegar ég er leiðinleg. Auðvitað þarf hann íyrst og fremst að vera góður maður og ég tek undir með pabba hans Pella sigurvegara, sem sagði: Svo vil ég fá kaffi í rúmið á hverjum sunnudegi. Ég trúi ekki á þennan staðlaða draumaprins (fyrir mig allavega), sem er yfirleitt dregin upp mynd af í Glans- tímaritum og sjónvarpi. Sá er einhvers konar yfirborðslega ..greindur og graður maður", eins og segir í síldartextanum hans Valgeirs Guðjónssonar. Sú „týpa“ sést gjarnan mynd- uð í Boss fötum eða kæru- leysislegum frítímalegum föt- um, þó 100% i stíl, gelgreiddur var hann kannski fyrir nokkr- um árum, nú litgreindur og eldist ekki. Hann hefur alltaf „meikað það“ annað hvort í listum, bisness eða þá í fylk- ingarbrjósti hjá íjórflokkun- um, þykist hafa vit fyrir þjóð- inni og segir henni að hemja þarfir sínar, meðan hann og draumadísir hans vellta sér uppúr gerviþörfunum. Prinsinn minn hefur ekki svo lítið sjálfstraust að hann þurfi að hafa heila þjóð undir, hvorki efnalega né kynferðis- lega. Ég hef aldrei hrifist af gjaldþrota týpunni sem nú er vinsæl. Þeirra lækning væri að vinna hjá ríkinu, þvi það er seviráðning í listinni að lifa á gjaldþrotamörkum, án þess að verða gjaldþrota. HVERNIG ER SPENNANDI, RÓMANTÍSKUR MAÐUR? Spennandi karlmaður ber það ekki utaná sér endilega, í stöðluðu útliti, finu stöðu- tákni, kyntröllastælum eða með dýrri bíltýpu sem er eins og barnaleg framlenging af silvercross barnavagninum sem hann sat í sem barn. Oft þegar ég hitti svoleiðis menn, hugsa ég með mér: Hér er líklega ekkert að hafa, hvar ætli sé pláss fyrir mig í hugarheimi hans úr þvi hann er svona upptekinn af öllu þessu dóti, hér er líklega bara pláss fýrir puntudúkku, eða landsfræga týpu sem fellur vel að heildarmyndinni. Spenn- andi karlmaður leynir á sér og kemur á óvart við nánari kynni. Ég vil geta notið mín með honum yfir ýsutittinum á mánudögum og verið róman- tisk í hversdagsleikanum. Á síðustu árum hefur hin róm- antíska ímynd af parinu verið mjög bundin við að ef maður geri saman það sem borgara- stéttin hefur efni á að gera daglega, þá sé það rómantík. Til dæmis að fara uppdressuð á finan veitingastað, drekka dýrasta rauðvinið við kertaljós með nautasteik og horfast í augu brosandi. í þessari ímynd er búið að útiloka Dags- brúnarmenn, B.S.R.B-ara, B.H.M.R-ara og hluta af einkageiranum frá þvi að teljast rómantíska nema á tyllidögum með visakortið á lofti. GAMALDAGS VERNDARI Auðvitað er gaman að borða úti og gera stundum það sem borgarastéttin hefur komið á sem hamingju, en prinsinn minn er nú ekki prins fyrir ekki neitt. Hann verður þvi að þola bæði frosthörkur og skammdegi og geta haldið utanum mig og verndað mig frá öllu illu, eins og draugum og martröðum, vera skemmti- legur stundum og ekki svo geðillur að aðrir á heimilinu fái ekki pláss til að vera geðvondir eða í venjulegu skapi. Bara í draumi er einhver svo sterkur að hann geti verndað mann frá öllu illu. Blessaður prinsinn verður vist frekar að þola með mér öll venjuleg vandræði sem upp koma í lífinu eins og veikindi og hallæri. Hann sér svo auðvitað um að laga allt sem bilar, hefur oft frumkvæði að ýmsu og getur tekið af skarið. Sonur minn sagði um daginn þegar unglingsárin birtust: Mamma, ég held að hetja sé karlmaður sem leynir þvi hve hann er hræddur. Ég held að prinsinn og prinsessan þurfi stundum að geta verið hrædd saman. HVAR ER SVO PRINSINN? Sennilega er draumaprinsinn ekki í launaflokki 147- sjötta þrepi hjá B.H.M.R. með mér, því þá væri hann búinn að veslast upp. Sá ílokkur dugar rétt fyrir kvennmannsfæði með töluverðri aukavinnu hér og þar. Sé hann í B.H.M.R. þá er þetta matgrannur maður í efri launaflokk og hefur helgað sig menntamannsstarfinu af köllun, þessi elska og hlýtur að vera bæði svartsýnn og þunglyndur á köflum, með mikið umburðarlyndi, húmor og bitlinga. Sé hann í einka- geiranum að útfæra ameríska drauminn, má hann stór vara sig að taka ekki vinnuna fram yfir mig. Hvar sem hann er, þykir honum vænna um mig en allt annað. □ Elísabet B. Bjarnadóttir 11

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.