Vera - 01.06.1992, Síða 12
í
JL LEIT AÐ
KARLMENNSKUNNI
Eru karlmenn yflrleitt kúgaðir af
mæðrum sínum, dauðhræddir
við konur og hafa ekki græna
glóru um hvað það felur í sér að
vera karlmaður? Þetta virðist, að
lauslega athuguðu máli, vera
megininntakið í kenningum nýju
karlahreyfingarinnar sem á rætur
sínar að rekja til Bandaríkjanna.
Upphafsmaður hreyfingarinnar,
Robert Bly, heldur þvi fram að
tími sé kominn til að karlar
endurmeti stöðu sína í sam-
félaginu eftir áratuga kvenfrelsis-
baráttu. Karlar séu í raun með
mjög óljósa sjálfsímynd, þeir geri
örvæntingarfullar tilraunir til
þess að þóknast mæðrum sínum
og ástkonum. Þeir reyna að vera
„mjúkir“ og uppfylla tilfinninga-
legar þarfir kvenna, en sökum
þess að þeir eru í svo litlum
tengslum við eigin tilflnningar er
svo komið, segir Bly, að meirihluti
karla er að breytast í vælandi
mömmudrengi sem engin kona
með sjálfsvirðingu lítur við. En
það er til lækning við öllum
mannlegum meinum og eins og
margir vita hafa Bandaríkjamenn
verið iðnir við að setja á laggirnar
sjálfshjálparhópa til að taka á
hinum ólíkustu vandamálum. Og
nú geta karlar farið á helgar-
námskeið og leitað að karl-
mennskunni í sjálfum sér. Að
sögn þeirra sem standa fyrír
námskeiðunum, en það eru að
sjálfsögðu íylgismenn Roberts
Blys, er fyrirmyndin sótt til
innvigsluathafna sem tíðkaðar
eru í mörgum samfélögum, þar
sem drengir eru numdir á brott
úr kvennaheimum og „fæðast“
aftur inn í samfélag karla.
Markmið námskeiðanna er að
gera körlum kleift að komast í
tengsl við dýpstu tilfinningar sin-
ar, að villimaðurinn sem blundar
í bijósti sérhvers manns (að mati
Bly og félaga) lifni við og fái að
njóta sín. Karlarnir koma saman,
dansa í kríngum eld, beija
trumbur og senda mæður sínar
út í ystu myrkur á táknrænan
hátt. Þeir fara saman í gufu, gráta
örlög sín og ósigra, hleypa út
tilfinningum sínum og sársauka
og koma, að sögn, til baka
heilsteyptari menn. Saman við
þetta er blandað hæfilegu magni
af goðsögum og ævintýrum úr
menningararfi Vesturlanda til að
helgin fái á sig dulúðugan blæ.
Eru karlmenn
yfirleitt kúgaðir af
mæðrum sínum,
dauðhræddir við konur
og hafa ekki
græna glóru um hvað
það felur í sér
að vera karlmaður?
Við íyrstu sýn virðist sem hin
nýja karlahreyflng beini spjótum
sínum að konum. Sálarkreppu
karla megi rekja til uppeldisins
sem konur hafa auðvitað haft á
sínum herðum. Fjarvera karla frá
heimilinu og nánasta umhverfi
barna geri það að verkum að
synir þeirra lifi í veröld þar sem
hugmýndir og tilfinningar kvenna
eru í fyrirrúmi. Margt það sem
miður fer í lifl kvenna rekja þær
til samskipta sinna við karla og
togstreitan á milli kynjanna
verður m.a. til þess að konur
reyni að ala upp „öðruvísi“ menn
en eiginmenn sína og elskhuga.
Afleiðingin fyrir drengina verður
sú, að þeir alast upp án nauð-
synlegra fyrírmynda og jafnvel
með sektarkennd yflr kynferði
sínu. Sem betur fer telja þeir, sem
aðhyllast þessa hugmyndafræði,
að karlar verði að leysa þetta
vandamál með þvi að taka upp
annan lífsstíl sem felst m.a. í þvf
að taka virkari þátt i uppeldi sona
sinna, enginn geti kennt þeim að
verða menn nema feðurnir sjálfir.
Dregin er upp rómantísk mynd af
hinu hefðbundna samfélagi, þar
sem faðir og sonur starfa saman
og sá yngri lærir til verka af föður
sínum. í leiðinni skapast þessi
tilfinningalega nálægð sem er svo
æskileg fýrir þroska einstaklings-
ins og drengir fá einnig að vita
hver réttindi þeirra og skyldur
sem karlmanna eru í sam-
félaginu. Bandarískir karlar virð-
ast því vera að segja lifnaðar-
háttum sem tíðkast viða á Vestur-
löndum stríð á hendur, setja
spurningarmerki við kynhlutverk
sem þeir eru aldir upp við og eru
jafnvel farnir að efast um þá
lífsfyllingu sem sigrar á atvinnu-
markaðinum veita á kostnað
heimilislífsins.