Vera - 01.06.1992, Side 14
Það er nóg til af
„korterfyrirþrjú-
körlum" ó börum
bæjarins en þeir eru
upp til hópa fremur
óspennandi og
margir orðnir ansi
þreyttir og ofnotaðir.
FÁTT UM
/
DRÆTTI
Guðrún strunsaði út af barnum
og lýsti því yfir við dyravörðinn að
hér væru dreggjar mannfélagsins
samankomnar og hún væri farin
heim að sofa. Soffía heyrði orð
hennar þar sem hún stóð í
biðröðinni og ákvað að slást í för
með henni. Sannleikurinn var sá
að hún nennti ekki „út að
skemmta sér“ með einni sem var
að svipast um eftir ákveðnum
manni, annarri sem var nýkomin
á fast og taldi sig því vera úti á
lífinu á „allt öðrum forsendum"
en þær hinar og þeirri þriðju sem
var tiltölulega nýskilin og á
karlaflippi. Á leiðinni heim til
Guðrúnar fjölgaði í hópnum og
það voru sjö konur sem sátu lengi
nætur og ræddu hið hræðilega
ástand sem ríkir í karlamálum
reykvískra kvenna. Þó konur
langi til að slá sér upp þá er fátt
um fína drætti. Það er nóg til af
„korterfýrirþrjúkörlum" á börum
bæjarins en þeir eru upp til hópa
fremur óspennandi og margir
orðnir ansi þreyttir og ofnotaðir.
„Það er boðið upp á námskeið í
öllu mögulegu og ómögulegu,
hvernig væri að bjóða upp á eitt
fyrir konur í karlaleit?" spurði ein
og fór þegar að skipuleggja nám-
skeiðið í grófum dráttum. „Að
hveiju eru konur að leita? Hvern-
ig mann viltu fá og hvar eru
mestar líkur á að hann haldi sig?
Og hvernig getur þú náð í hann -
og haldið í hann? Auðvitað þyrfti
námskeiðið að vera tvískipt, eitt
fýrir þær sem eru að leita að
elskhuga til að sofa hjá annað
slagið og spóka sig með í boðum
og svo annað fyrir hinar sem eru
að leita að hinum eina rétta.“ Hér
verður ekki allt rakið sem sagt var
þessa vornótt og óvist er hvort
námskeiðið verði nokkurn tíma
haldið, eins þarft og það eflaust
er. En það er staðreynd að fjöl-
margar konur eru dæmdar til
skírlífis af þeirri einföldu ástæðu
að það eru allt of fáir bitastæðir
karlmenn á markaðnum. Hér eru
eingöngu hafðir í huga „iausir og
liðugir“ karlar, en eins og við
vitum þá eru allt of margir
kvæntir menn sem haga sér eins
og þeir væru á lausu og eru iðnir
við að bjóða öðrum konum
karlmennsku sína. Þær sem hafa
ekki áhuga á samneyti við slíka
kumpána skera markhópinn
sjálfkrafa töluvert niður. Það er
tölfræðilega sannað að það eru
fleiri konur en karlar í Reykjavík.
En það er óhugsandi að allir
karlar í Reykjavík séu fráteknir
eða hommar og hvar leynast þá
hinir einhleypu? Hvar er hægt að
kynnast þeim? í gegnum stefnu-
mót útvarpsstöðvanna, á ölstof-
um bæjarins, í blönduðum kór
eða í helgarferðum ferðafélag-
anna? Það er hæpin lausn að
14