Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 16

Vera - 01.06.1992, Blaðsíða 16
Hvernig stendur á því að sumir ganga út aftur og aftur án þess að nokkuð sé i þá spunnið á meðan aðrir hafa engan sjéns? þann sem hjartað þráði, pipruðu eða fluttu á brott. Helsta von einhleypra þorpsbúa var að einhver flytti í þorpið þvi iítið var um makaskipti á milli húsa. Nýir kennarar voru t.d. mjög eftirsóttir og þegar vinnuflokkar voru í nágrenninu þótti bera vel í veiði. Enginn amaðist við þessum pörunaraðferðum fyrr en hópur franskra vísindamanna átti sumardvöl í þorpinu. Þá var fenginn lögregluþjónn úr Reykja- vík til að halda uppi lögum og reglu í þessum annars friðsæla bæ og útgöngubann var sett á stúlkur á ákveðnum aldri. Lag- anna vörður sat i bíl uppi í fjalli og fylgdist í sjónauka með húsinu sem hýsti Fransmennina. Hann kom síðan á slaginu tíu og rak þær heim sem þar voru! Ég var sjálf of ung til að leggjast í Frakkana en sögurnar lifðu lengi góðu lífi og mér skildist að þetta hefði slegið sjálft „ástandið" út. Eg veit ekki hvort fyrrnefnd bók Hannesar Jónssonar er kennd einhvers staðar, en þó margt sé fjarska gamaldags og vitlaust í henni veltir hann upp ýmsu um samskipti karls og konu sem hollt er að hugsa um. Það er nefnilega viða pottur brotinn í þessum efnum. Margir kynnast í skóla eða í vinnu en ef úttekt væri gerð á fyrstu kynnum íslenskra hjóna kæmi eflaust í ljós að flestir byrja saman á böllum/börum undir áhrifum áfengis. Útlend kona, sem dvaldi hér um árabil, átti í mestu erfið- leikum með að átta sig á hegð- unarmynstrinu hér. Hún var vön því að kynnast karlmanninum fyrst, fara með honum út að borða nokkrum sinnum, jafnvel í leikhús eða á tónleika, áður en til tals kom að sænga saman. Hún komst fljótlega að þvi að hér gilda allt aðrar reglur og þó að fólk sofi saman þarf það ekki að tákna neitt, en ef það fer saman í bíó þá er alvara á ferð. Hún kvartaði mikið yfir því að hér vantaði „stefnumótamenningu" þar sem fólk gæti kynnst án þess að verða að rjúka í rúmið strax fyrsta kvöldið. Viðhorf kynjanna til kynlífs virðast mismunandi. Það er útbreidd skoðun að konur fái samviskubit eftir skyndikynni og njóti þeirra síður en karlar. Kon- ur virðast eiga erfiðara með að aðgreina ást og kynlíf og ef allt þrýtur ímynda þær sér að þær séu a.m.k. skotnar í þeim sem þær sváfu hjá. Sumar hafa það mottó að sofa aldrei hjá manni nema að þær geti hugsað sér hann sem föður barna sinna og hangir það eflaust á sömu spýtu og sú undarlega árátta margra kvenna að flnnast þær verða að eiga börn með öllum mönnum sem þær elska, annars sé ástar- sambandið ekki fullkomnað. Bærinn er fullur af frambæri- legum konum, gáfuðum, glæsi- legum og skemmtilegum. Margar þeirra eru í karlaleit, sumar hafa áhuga á skyndikynnum, aðrar leita að einhveijum nógu spenn- andi til að spóka sig með í boðum og eiga vitsmunalegar samræður við eftir ástríðufulla ástarleiki og enn aðrar eru að leita að hæfum eiginmanni og barnsföður. Enn gildir hið fornkveðna „leitið og þér munið finna", en þvi miður virðast konur þurfa að leita langt yfir skammt. Líklega er eina ráðið að hefja stórfelldan innflutning á karlmönnum og heyrst hefur að um þessar mundir gangi góður póstlisti kvenna á milli. □ RV í SÁTT OG SAMLYNDI JVIargar furðulegar sögur eru til af samskiptum kynjanna. Ein sú betri er af Ellu og Stjána sem byrjuðu saman sautján ára, hættu nokkrum sinnunr en töldu sig ekki getað lifað hvort án annars og giftu sig. Eftir nokkurra ára hjónaband fór þó svo að Ella varð bálskotin í Gulla sem bjó í sama bæ. Þau skelltu sér saman í þriggja vikna ferð til Spánar þar sem nágrannar beggja lágu á nær- liggjandi sólstólum en föttuðu ekki neitt. Stjáni hélt að frúin væri með vinkonu sinni og var voða glaður þegar hún kom heim brún og sæt. í ljós kom að Ella var ólétt og þegar hún var komin á sjötta mánuð stundi hún jrví upp við eiginmanninn. Hann tók því fremur vel en setti þau skilyrði fyrir áframhald- andi hjónabandi þeirra að hún hætti við Gulla og hann skipti sér ekkert af barninu. Hún samþykkti það en Gulli sætti sig engan veginn við úrslitin og sótti fast. Hún var satt best að segja afskaplega hissa þegar fólkið hans Stjána mætti ekki í þrítugsafmælið hennar, en vinkona hennar benti henni á að sagan væri farin að kvisast unr bæinn. Rétt áður en barnið fæddist flutti hún til Gulla en fór daglega og eldaði fyrir Stjána og tók til. Hún var svo heppin að þau bjuggu öll i sönru götu og því var stutt fyrir hana að fara. Gulli var frekar óhress með vinnuálagið á há- óléttri konunni og heimsótti Stjána til að gera út um málin. Hann pakkaði niður helstu eigum barnsmóður sinnar og tók með sér. Þegar barnið fæddist var það að sjálfsögðu skráð sem barn löglegs eigin- manns sem fékk þar með barnabætur og annað sem ríkið skammtar foreldrum. Síðast jregar fréttist var Gulli að garfa í þessum rnálum en Ella hefur nóg að gera að sinna þeirri litlu og satt að segja laumast hún enn til Stjána svona rétt lil að halda í horfinu hjá honurn. □

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.