Vera - 01.06.1992, Side 17
Ljósmynd Þórdís Ágúsdóttir
KONUR
Í KARLAMÓRAL
Nú á dögum telst þaö til
undantekningar ef talaö er
um heföbundin kvenna- og
karlastörf. Þaö er til dœmis
aldrei auglýst eftir starfs-
stúlkum, heldur starfsfólki, í
þ^greiöslu- og þjónustustörf.
A yfirþoröinu er því haldið
fram aö konur geti gengiö
inn í öll „karlastörf" og öfugt.
En er raunin sú? Býst fólk viö
því aö sjá unga stúlku í
skipaviðgerðum? Býst fólk
viö því aö stúlkuandlit komi í
Ijós þegar rafsuðuhjálminum
er lyft frá andlitinu?
Piltar og stúlka í verknámi
Ég hóf nám í vélsmíði haustið
1985 við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands og fór svokallaða
verknámsleið, það er að segja
sex annir í bók- og verklegum
greinum, svo í átján mánuði á
vinnustað til að ljúka tilsettum
tíma fyrir sveinspróf. Kenn-
ararnir tóku mér einstaklega
vel svo og strákarnir sem voru
með mér í bekk. Ég sé ekkert
benda til þess að mér hafl verið
hlíft á nokkurn hátt þó svo að
ég væri eina stúlkan í
bekknúm, jafnvel að frekar
haíi verið ætlast til meira af
mér; til dæmis var ég yflrleitt
látin prófa íyrst þegar við
vorum að læra eitthvað nýtt.
Bekkurinn var mjög sam-
heldinn og við vorum ávallt
hvert öðru innan handar ef
eitthvað bjátaði á í verk-
náminu. Einn bekkjarfélagi
minn lauk vélsmíðinni í öðrum
skóla og sagði mér síðar að það
sem kom honum einna mest á
óvart þar, var samstöðuleysi
bekkjarins, hversu lítið þeir
voru fyrir að rétta hver öðrum
hjálparhönd. Við vorum þá
sammála um að nærvera kven-
manns hefði haft mikil áhrif á
starfsandann. Það virtist sem
að vegna nærveru minnar hafl
þeir þorað að viðurkenna eigin
vanmátt þegar það átti við,
þorað að biðja um hjálp. En
þegar komið er út í raunveru-
leikann, það er á vinnumark-
aðinn, virðast hlutirnir snúast
við.
Er konan lækninýjung?
Ég hef unnið á þremur vinnu-
stöðum, íslenska Járnblendi-
félaginu, Þorgeiri og Ellert á
Akranesi og Stálsmiðjunni í
Reykjavik. Mér var alltaf vel
tekið og boðin velkomin.
Flestir virtust vera ánægðir
með að fá kvenmann inn á
verkstæðið. Á einum staðnum
var mér tjáð að ég hefði góð og
bætandi áhrif á talsmátann.
17