Vera - 01.06.1992, Page 21
grein um íriðhelgi ijölskyldunnar
í bók sem Landsamband sjálf-
stæðiskvenna gaf út, er gerð
grein fyrir sameiginlegri niður-
stöðu norrænna lögfræðinga á
lagalegri skilgreiningu á því hvað
felst í friðhelgi einkalífsins en þar
segir: „Rétturinn til einkalífs er
rétturinn til að vera látinn í friði
eða látinn um það sjálfur að lifa
lífinu með lágmarksafskiptum
annarra". Þessi réttur er síðan
skilgreindur nánar í tíu efnis-
atriðum sem eru vægast sagt
sárgrætileg en of löng til að telja
upp. Ég get samt ekki stillt mig
um að nefna tvö atriði, en það er
ákvæði um vernd frá afhjúpun
óþægilegra staðreynda um einka-
líf sem öðrum kemur ekki við og
ákvæði um vernd fyrir þvi að vera
settur í „falskt ljós“. Það er hvergi
hægt að draga þá ályktun að á
heimilinu séu konur og börn. Þar
á heima karlmaður sem þarf
vernd frá afskiptum af einka-
högum bæði hvað varðar um-
gengni við aðra á heimili hans og
njósnum eða hnýsni í mál er
varða stöðu hans út á við. Ég tel
mikilvægt að þessi sýn á heimilin
°g friðhelgi þeirra verði endur-
skoðuð og að karlar afsali sér
þessum gamla og að því er sagt
var guðdómlega eignarrétti. ís-
lenskir karlar verða að viður-
kenna, eins og þeir norsku hafa
gert, að þeir öðluðust hann á
fölskum forsendum og hafa
rnisnotað æ síðan. Bara það er
eitt skref af mörgum sem þarf að
faka, i þvi felst viðurkenning á
ábyrgð og vilji til að taka afleið-
ingum gerða sinna.
Ofbeldi hluti af karlhlutverkinu
..Þetta er staðreynd“ segja norsku
skýrsluhöfundarnir. Það eru
karlar sem fyrst og fremst beita
ofbeldi. Ofbeldi er svo útbreitt að
Það er ekki hægt að útskýra það
eða afsaka með Jrávikum ein-
stakra manna eða lítilla hópa.
Rannsóknir benda til að það sé
ekki hægt að segja að neinn
akveðinn hópur karla sé líklegri
en annar til að beita oíbeldi.
Ofbeldi á sér stað óháð menntun,
störfum og aldri karla. Eina sem
hægt er að segja að einkenni
hópinn er að þeir hafa búið við
ofbeldi i æsku. Þeir hafa horft
uPp á föður sinn beita móður
sína, systkini og þá sjálfa ofbeldi.
Þessa staðreynd má skýra á
ýmsan hátt, en það er rækilega
nndirstrikað að skýringar afsaka
ekki neitt, þær taki ekki ábyrgð-
ina af körlum. Ofbeldi er samoiið
Ofbeldi er svo
útbreytt að það er
eklci hægt að
útskýra það eða
afsaka með
frávikum einstakra
manna eða lítilla
hópa.
Leiðin að hjarta
mannsins liggur í
gegnum magann!
Eru þetta ef til vill
aldagömul
varnarorð kvenna til
annarra kvenna
byagðar á reynslu
semlítið hefur verið
fjallað um.
menningarlegum og einstakl-
ingsbundnum arfi hvers einstakl-
ings. Ofbeldi er og hefur verið
hluti af karlhlutverkinu og er
viðhaldið með staðalmyndum
sem einkennast af stórum sterk-
um karli sem sigrar allt og alla
með aflinu einu. Þessi og önnur
skilaboð endurspeglast t.d. í
leikjum drengja. í langflestum
tilfellum er stríð og hernaður
einkaleikvangur karla. Þar er
ekkert til sparað og ofbeldi
dýrkað sem leið til að ná ákveðnu
markmiði og leysa deilumál. Og
síðast en ekki síst verður að
undirstrika gamlar hefðir og
viðhorf sem rekja má til
feðraveldisins. Karlinn hefur - frá
Guði - öðlast réttinn til að ráða
yfir sínu og sínum. Konan er
sköpuð til að vera íyrir hann.
Hans er mátturinn og dýrðin, þ.e.
völdin. OJbeldi er einfaldlega
valdbeiting. Sá sem beitir ofbeldi
er að sýna og sanna fyrir sjálfum
sér og íornarlambi sínu, konu, að
hann ráði - að hans sé valdið.
Hann er ekki að leita útrásar fyrir
líkamlegum styrk sínum í augna-
bliksgeðveiki eins og sumir hafa
haldið fram. Aðrir karlar reyna að
útskýra og afsaka ofbeldi karla á
konum með þvi að kenna
jafnréttisskvaldri kvenna um.
Þessu hafnar norska nefndin og
bendir m.a. á að ef það er eitthvað
sem þær konur sem verða fyrir
ofbeldi karla eiga sameiginlegt þá
er það að þær líta á það sem
hlutverk sitt í líflnu að vera eigin-
konur og mæður. Það er ekki
hægt að sjá að þær hafl gert upp-
reisn gegn hefðbundna kven-
hlutverkinu - verið með eitthvað
„j afnréttiskj aftæði“.
Hvernig getum við breytt
þessu og öðrum álíka ljótum stað-
reyndum spyrja norsku karlarnir.
Svarið er ekki einfalt en þó leggja
þeir mikla áherslu á eigin ábyrgð
og á baráttuna gegn oibeldi. Þeir
þurfl að gera ofbeldi gegn konum
og börnum sýnilegt og taka þátt i
jafnréttisbaráttu kvenna - hún sé
líka þeirra barátta og ekki síst
barátta fyrir auknum réttindum
barna í samfélaginu. Einnig
hvetja þeir karla til meiri þátttöku
í umönnun barna og annarra og
leggja fram tillögur sem ættu að
geta haft áhrif þar á. Siðast en
ekki síst undirstrika þeir eigin
ábyrgð og að þeir verði sjálflr að
vinna að breytingum á eigin
stöðu. _
Leiðin að hjartanu
Per lsdal, norskur sálfræðingur
og fulltrúi í norsku karlanefnd-
inni, skrifaði stutta grein í
ársskýrslu norska jafnréttisráðs-
ins um ofbeldi og karla og tengdi
þá umijöllun mat. í meðferðar-
vinnu með karla sem beitt hafa
konur ofbeldi tók hann eftir þvi
hvað matur og það að fá mat var
mikilvægt í líii þeirra. T.d. gerist
það oftar en ekki að neistinn sem
kveikti oibeldisbálið varð til við
matarborðið. Karlinn kemur
heim, íjölskyldan safnast að mat-
arborðinu og árar helvitis sleppa
lausir, maturinn ómögulegur,
hneflnn á loft, matur út um alla
íbúð og er atað framan í konuna.
Kenning Isdals gengur út á það
að matur sé eitt af mörgum
mikilvægum táknum karl- og
kvenímyndarinnar. Karlinn skaff-
ar matinn - hann ræður - konan
lagar hann og ber fram - gef oss í
dag vort daglegt brauð. Hefð-
bundin sjálfsmynd karla tengist
því að skaffa nægan mat. kvenna
að tilreiða hann fyrir karlinn.
(Hvernig ætli áskrifendalisti
Veiðimannsins annars vegar og
Gestgjafans hins vegar skiptist á
milli kvenna og karla?) Leiðin að
hjarta karlsins liggur í gegnum
magann. Þetta hefur okkur verið
sagt og við trúum þvi. Eru þetta
aldagömul varnaðarorð kvenna
til annarra kvenna byggð á
reynslu sem lítið hefur verið
ijallað um - vegna þess að hún
ávannst innan veggja heimilanna
- með ofbeldi? □
Stefanía Traustadóttir,
félagsfrœðingur Jafnréttisróðs
Teikningar eftir Sigurborgu Stefánsdóttur,
stytta eftir Thorvaldsen
21