Vera - 01.06.1992, Page 23
leiðinni kenni ég konum að taka
stefnu með áttavita og lesa af
korti. Á náttstað tala ég um
hvernig á að finna góðan tjaldstað
og hvaða aðferð er best að nota til
að tjalda hinum mismunandi
tjöldum. Svo eldum við matinn á
prímus."
Vilborg hefur stundað tjaldúti-
legur frá barnsaldri. „Ég fór alltaf
með mömmu og pabba í útilegu
og þau kveiktu áhugann hjá mér.
Ég fór svo í Alpaklúbbinn til að
komast á þá staði sem ég komst
ekki með foreldrunum," segir
Vilborg. Hjá Alpaklúbbnum lærði
hún íjallamensku eins og hún
stundar hana í dag. „Ég lærði á
áttavita, klettaklifur, ísklifur og
snjóhúsagerð til að nefna eitt-
hvað“ segir hún. Einnig var hún
lengi í björgunarsveitinni Ingólíi
°g fór í marga björgunarleiðangra
UPP á hálendið. Undanfarin tíu ár
hefur Vilborg verið leiðsögu-
niaður á sumrin fyrir erlenda
fjallgöngugarpa sem ganga í tíu
daga frá Veiðivötnum norður á
Mývatn með mat og allan úbúnað
á bakinu.
„Þeir verða alltaf svolítið hissa
þegar ég kem og kynni mig sem
leiðsögumanninn þeirra, en svo
þegar ferðin er búin eru þeir mjög
stoltir yíir því að hafa arkað um
hálendið með islenskri konu,“
segir Vilborg og hlær. Fjöldi
greina hafa verið skrifaðar í
frönsk og ítölsk fjallatímarit um
ferðir hennar.
Vilborg er tveggja barna móðir og
segir að hún fái mikið út úr því að
fara á fjöll þvi það sé svo mikil
tilbreyting frá hinu daglega
amstri borgarlífsins. „Konur læra
að treysta á sjálfa sig og komast í
snertingu við náttúruna og njóta
hrikalegrar fegurðar hennar,"
segir Vilborg.
Konur sem hafa áhuga á að
komast í svona helgarferðir geta
haft samband við Vilborgu í síma
682504. □
ÞB