Vera - 01.06.1992, Page 30

Vera - 01.06.1992, Page 30
FÁ KONUR AÐRA LÆKNISMEÐFERÐ EN KARLAR? Vísindalegar rannsóknir á sjúk- dómum og heilsufari kvenna vantar hreinlega eða eru talsvert á eftir tímanum á mörgum svið- um læknisfræðinnar, segja nið- urstöður ýmissa hópa sem rann- sakað hafa þessi mál í Banda- ríkjunum. Umfangsmiklar og langvinnar rannsóknir á hjarta- sjúkdómum hafa beinst nær einungis að körlum og ályktanir varðandi eðli sjúkdómanna og meðferð verið dregnar af þeim niðurstöðum. Gagmýnendur draga í efa að niðurstöður af rannsóknum sem gerðar hafa verið á körlum hæfi konum sem hafa aðra líkamsgerð og hor- mónabúskap. Þvi er haldið fram að áherslan á rannsóknir hjartasjúkdóma í körlum geti blekkt fólk til að halda að konur fái síður krans- æðasjúkdóma eða deyi úr þeim. Reyndin er þó sú að hjartasjúk- dómar eru ein aðaldánarorsök kvenna rétt eins og karla. Sama gildir um lungnakrabbamein. Fólki hættir til að líta á það sem sjúkdóm karla fyrst og fremst, þó svo að það hafl allan síðasta áratug verið algengasta krabba- mein sem hijáð hefur banda- rískar konur, algengara en bijóstakrabbamein. Fyrir tveimur árum lýsti Banda- ríkjaþing yfir áhyggjum vegna þess hve fáar sjúkdómsrann- sóknir væru gerðar á konum. í september 1990 var svo opnuð sérstök skrifstofa í tengslum við heilbrigðisvísindastofnanir bandariska ríkisins (National Institutes of Health (NIH)), vegna rannsókna á heilsu kvenna. For- stöðumanneskja þessarar skrif- stofu, Dr. Ruth Kirchstein, lýsti þvi nýlega yfir að ástæða væri til að efast um það að greining og meðferð ýmissa sjúkdóma kvenna hafi verið viðunandi hingað til. Hún sagði vafasamt, Áherslan á rannsóknir hjartasjúkdóma í körlum getur blekkt fólk til að halda að konur fái síður kransæðasjúkdóma. Reyndin er þó sú að hjartasjúkdómar og lungnakrabbamein eru ein aðaldánarorsök kvenna rétt eins og karla. að kvenkyns sjúklingar hafi yfir- leitt verið teknir alvarlega af læknum, að konur hafi notið sömu athygli og karlkyns sjúkl- ingar, að kvartanir þeirra hafi verið álitnar smávægilegar eða minniháttar og að þær hafl fengið lyfjameðferð sem þær þurfa ekki en ekki þá meðferð sem þær þurfa. í lok yfirlýsingar sinnar sagði hún: „Konur eru þreyttar á því að láta tala niður til sín“. Síðastliðið ár hefur sjónum verið beint sérstaklega að heilsufari kvenna og átak hafið til að efla heilbrigði þeirra. Á undanförnum tveimur árum hefur verið aukin umræða um heilbrigðismál kvenna innan heilbrigðisvisinda- stofnana bandaríska ríkisins (NIH), í kjölfar mikillar gagniýni kvenna á verkefnavali stofnan- anna. Þær voru gagnrýndar m.a. fyrir að veija alltof litlu fé til rannsókna á þvi hvernig konur bregðast við algengum sjúkdóm- um sem hrjá bæði kynin, ásamt þeim sjúkdómum sem konur þurfa sérstaklega að glíma við. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu sér- stakan vinnuhóp um heilbrigðis- mál kvenna sem fékk stjórn stofnananna til að bæta við stefnuyfirlýsingu sína hvatningu til allra styrkumsækjenda, að þeir hafl konur með í sjúkdóms- rannsóknum sínum. í nýjustu bæklingum frá bandarisku heilbrigðisvísinda- stofnunum sem gefa upplýsingar um styrkveitingar má nú lesa að engar rannsóknir á sjúklingum verði styrktar ef þær útiloka konur, nema haldbærar skýring- ar fylgi hvers vegna konur séu ekki í rannsóknahópnum. Allar þessar umræður í Bandaríkjunum hafa orðið til þess að betur hefur verið hugað að hlut kvenna sem sjúklinga. Dregnar hafa verið fram rann- sóknir sem gerðar hafa verið á 30

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.