Vera - 01.06.1992, Side 32

Vera - 01.06.1992, Side 32
I L E I T A Ð Þolendur sifjaspella eiga oft í erfioleikum með að mynda tilfinningatengsl við karlmenn, enda hafa þær sem börn verið sviknar af karlmanni. Bandaríska kvikmyndin „Létt- lynda Rósa“ gerist á kreppu- árunum og fjallar um unga stúlku, Rósu, sem kemur til dval- ar hjá fremur umburðarlyndri fjölskyldu í smábæ nokkrum í Suðurríkjunum. Húsmóðirin er að lesa undir háskólapróf en heimilisfaðirinn rekur hótel í bænum. Á heimilinu eru þrjú börn og elsta barnið, 13 ára drengur, er sögumaður og við sjáum því flest með hans augum. Rósa veldur miklu uppnámi hjá fjölskyldunni meðan hún dvelst jrar, því að hún hegðar sér ekki á þann hátt, sem ætlast er til af siðprúðum stúlkum. Hún sækist opinskátt eftir kynnum við karlmenn, bæði með framkomu sinni og ögrandi klæðaburði, enda stendur ekki á viðbrögðum karlmanna. I fyrri hluta myndarinnar sjáum við hvernig Rósa verður yíir sig ástfangin af heimilisföðurnum þegar við fyrstu kynni, þvi að hann talar hlýlega til hennar og kallar hana rósaknúppinn sinn. Rósa getur ekki leynt hrifningu sinni og tjáir honum ást sína á einlægan hátt. Ekki verður það þó til þess að með þeim heQist ástar- samband, en Rósa raskar greini- lega sálarró hans. Skrautleg sam- skipti Rósu við karlmenn verða til þess að húsbóndinn vill reka hana af heimilinu, en húsmóðirin heldur ætíð hlífiskildi yflr henni. Hátterni Rósu er ekki viður- kennt af samfélaginu og hún á i eilífri baráttu við almennings- álitið. Viðhorf fólks í garð konu eins og hennar kemur sterkt fram í atriði þar sem læknir nokkur, sem annast hana vegna bólgu í eggjastokkunum, er að tala við húsbændur hennar um mögu- legar aðgerðir. Læknirinn, sem þekkir Rósu frá fyrri tíð, talar mikið um líkamlega fegurð henn- ar við heimilisföðurinn og það hvernig hún hegðar sér meðal karlmanna. Hann telur hana haldna alvarlegu hegðunar- vandamáli sem er „brókarsótt“. Til þess að binda enda á vanda- málið leggur læknirinn til að allt móðurlíf hennar verið numið á brott með skurðaðgerð. Á eftir verði hún ljúf kona og engum til vandræða. Heimilisfaðirinn er sammála lækninum enda skilja þeir vandamál Rósu á svipaðan hátt. Það er ekki fyrr en eigin- konan heldur stólparæðu yfir þeim og segir að það megi ekki undir nokkrum kringumstæðum svipta fátæka og varnarlausa stúlku forræði yflr eigin líkama, að ákvörðuninni er breytt. „Úr- ræði“ læknisins er í raun dæmi- gert fyrir þau viðbrögð karlmanna að gera sér ekki grein fyrir þvi að það er ekki Rósa sem er vanda- málið heldur eiga karlar í erflð- leikum með að hemja sig nálægt henni. Það kemur í ljós að ástæðan fyrir því að Rósu er komið fyrir hjá fjölskyldunni er sú að með þvi var henni bjargað frá því að gerast vændiskona. Rósa hrökklaðist að heiman aðeins 14 ára gömul og varð að sjá sér farborða með þeirri vinnu sem bauðst. Rósa neyddist 32

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.