Vera - 01.06.1992, Page 37
Kristin lauk MA námi í listasögu
við Sorbonne háskólann 1981 og
vann samhliða að listsköpun.
Lokaritgerð hennar er um sögu
leirlistarinnar. Kristin var með
vinnustofu í París í nokkur ár en
1985 fékk hún styrk til dvalar við
Banff listamiðstöðina í Alberta í
Kanada. Þar voru rúmlega
hundrað listamenn frá ýmsum
löndum og úr flestum listgrein-
um. Banff er þvi sannkölluð
Mekka listamanna. Listamenn
geta sótt um styrk til hálfs árs
dvalar og ef vel gengur er hægt að
sækja um framlengingu. Kristin
var þar í heilt ár og undi sér mjög
vel.
- Þegar ég fór frá íbúðinni
minni og vinnustofu i Paris var
ætlunin að vera aðeins eitt ár í
burtu en ég er ekki enn farin til
baka. Allt er breytingum undir-
orpið, ég fór í framhaldsnám til
Kaliforníu og flutti þaðan til
íslands.
Ástæðan fyrir „hliðarspori“
Kristinar er sú að í Banff kynntist
hún núverandi eiginmanni sín-
um Halldóri E. Laxness leik-
stjóra. Þau fóru saman til Los
Angeles og voru þar í íjögur ár við
uám og störf.
- Stefán Einar, sonur okkar,
fseddist tveimur vikum eftir að ég
lauk prófi. Þegar ég rogaðist inn
með munina mína á lokasýning-
una gerði ég mér grein fyrir þvi að
formið hjá mér hafði breyst. Áður
gerði ég aðallega löng, há og mjó
ker en nú höfðu þau gildnað mjög
rétt eins og ég. Þessi formbreyt-
ing var algjörlega ómeðvituð.
Kristin notar iðulega hefð-
bundin form úr listasögunni en
Ég tel að í hefö-
bundinni leirlist tákni
kerið oft lífið sjálft.
verk hennar eru mjög nútímaleg.
Hún leikur sér oft með andstæð-
ur. Formin eru kvenleg og kraft-
mikil. Öll verkin eru ílát eða ker,
frá 60 uppí 85 cm á hæð. Kristin
er leirkerasmiður, hefur lengi
unnið sem slíkur og kerið er
henni mjög hugleikið. Það er
hægt að nota ker til að túlka svo
margt, möguleikarnir eru í raun
óþijótandi. Eitt frægasta ker
sögunnar er eflaust Gral, bikar-
inn sem blóð Jesús var látið
drjúpa í og hinir göfugu riddarar
miðalda leituðu sem mest að.
Einnig er vert að minnast Gunnl-
aðar sem gætti skáldamjaðarins
og „bar fram lífsins vatn i gullnu
keri“ eins og segir í bók Svövu
Jakobsdóttur.
- Kerið má túlka á ýmsan
hátt. Ég tel að í hefðbundinni
leirlist tákni kerið oft lífið sjálft.
Og guð er talinn hafa mótað
manninn úr leir. Ker voru notuð
við fórnir og ósjaldan látin fýlgja
með í gröflna. Mér flnnst þau vera
tákn um von og ótta. Þau geta
einnig verið tákn um varnarleysi
mannsins.
Kristin hefur bæði tekið þátt í
samsýningum og haldið einka-
sýningar á verkum sínum í
Frakklandi, Kanada og Banda-
ríkjunum. „Eftir að Stefán Einar
fæddist hef ég haft svo miklu
minni tíma til að vinna. Áður
eyddi ég tíu til tólf tímum á dag á
vinnustofunni en í vetur hef ég
ekki getað sinnt eigin listsköpun
eins mikið. Afköstin hafa þvi
auðvitað minnkað. Ég kenndi við
leirlistadeild Myndlista- og hand-
iðaskóla íslands og var ráðin í
sérstakt verkefni hjá Glit hf. til að
hanna nýja línu. Mér flnnst bæði
spennandi og krefjandi að vinna
fyrir Glit. Sem listamaður hef ég
alltaf unnið fyrir lítinn markað en
nú verð ég að hugsa um fjölda-
framleiðslu. Rétt fyrir jólin kom á
markað ilmker sem ég hannaði og
ýmislegt fleira er í bígerð. Ég hef
alltaf unnið í steinleir og postulin
en í vetur hef ég einnig unnið í
jarðleir sem var nýtt fyrir mér.
Það voru töluverð viðbrigði að
flytja til íslands en þetta er bæði
spennandi og skemmtileg
reynsla. Tíminn á eftir að leiða í
ljós hvort - og þá hvernig -
íslandsdvölin hefur áhrif á verk
mín.“ □
RV
37