Vera - 01.06.1992, Qupperneq 38

Vera - 01.06.1992, Qupperneq 38
BÓKADÓMAR FJÖLLEIKASÝNING ÁSTU og STJÖRNUSIGLINGIN Ævintýri Friðmundar vitavarðar Myndir og texti Aslaug Jónsdóttir Mól og menning 1991 Gleðilegt er til þess að vita að meira líf hefur nú færst í útgáfu myndabóka með ári hver]u. Nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið og meiri rækt hefur verið lögð í val erlendra bóka til þýðinga. í siðarnefnda tilvikinu má nefna höfundana Elsu Beskov (Grænalín, Brúncdín og Bláalín) og Ib Spang Olsen (Drengurínn í tunglinu). Nú íýrir jólin gaf Mál og menning út tvær myndabækur eftir Áslaugu Jónsdóttur, en hún hefur áður sent frá sér bókina GullJjöðr- ina. Þessar bækur eru mikill fengur fyrir yngstu lesendurna og athyglisverðar vegna þess hve ólíkur myndskreytingastíll birtist í hverri íýrir sig, en það er frekar óvenjulegt. Bókin FJölleikasýning Ástu fjallar um litla stúlku sem gerir ýmsar listir í afmæli móð- ur sinnar og skemmtir þannig gestum hennar. í byijun bókarinnar dettur lesandinn inn i veisluna, gestir sitja við dúkað borð, þrjú stálpuð börn spila á gólfinu og tala við aðra ömmuna. Allir njóta stundar- innar og innan skamms bein- ist athyglin að Ástu. Hún nýtir sér tækifærið og tekur til við að leika hinar ýmsu listir með hjálp leikfanga og kattar. Áhorfendur gefa Ástu lófa- klapp, syngja afmælissöng og í lokin er gott að þiggja mjólk og köku hjá mömmu. Sagan er skemmtileg, hug- myndin er góð. Lesandinn fær litla kynningu á persónum, þeim er ekki lýst neitt sér- staklega, eru aðeins þátttak- endur í sögunni. Aðeins er sýnt inn í hugarheim Ástu þegar hún fær hugmynd að atriðum sínum og verknað- urinn sýnir styrkleika stúlk- unnar sem getur meira en aldur hennar segir til um. Það er auðvelt íýrir börn að sam- sama sig Ástu og finna að með eigin framlagi og hugkvæmni er hægt að leggja sitt af mörkum. Engin vandkvæði eru að finna upp ný og ný atriði og láta takast það sem maður ætlar sér. Aukapersón- urnar, fjölskyldan, slá nokk- urs konar hring utan um Ástu og uppbygging söguþráðar grundvallast á móttökunum sem Ásta fær. Hver atburður- inn rekur annan í réttri röð en eru ekki undirbúnir, þannig að spennan eykst - hvað kemur næst? Stígandi lýkur i há- punkti þegar allir sameinast í söng og hljóðfæraslætti og endirinn ber keim af öryggi og ánægju. Sagan gerist á stutt- um tíma og hverjum atburði er ætlað hæfllegt lými. Málfar bókarinnar er kjarn- mikið og eykur orðaforða barnanna. Orð eins og fjöl- leikahús, skemill, hremma, kólfur, eru ekki kunnug litlum börnum og því ágæt viðbót við það sem þegar er lært. Myndir í bókinni eru einfaldar, nálgast skyssumyndir, dökkar útlínur fylltar með dempuðum vatns- litum. Flest allar eru þær tvi- víðar og eru á hverri síðu eða heilli opnu. Samræmi texta og mynda er gott enda sami höf- undur sem skrifar og teiknar. Þó má greina ósamræmi á bls. 21 þegar hatturinn er sagður á höfði Ástu, en hún heldur á honum í hendinni. Letur er skýrt, mátulega stórt fyrir byijendur í lestri og vel fyrir komið á síðunum. Bókin getur hentað börnum frá þriggja ára aldri, en út- skýringar verða að fylgja fyrir yngstu börnin. Allur frágangur er mjög góður. Bókin er innbundin og myndskreytt bókarspjaldið gefur tilefni til að opna bókina. Pappír er þykkur, örlítið glansandi og virðist endingargóður. Niður- staðan er að enginn verður svikinn af því að eignast þessa bók. Eins og áður kom fram er bókin Stjörnusiglingin - Ævin- týri Friðmundar vitavarðar gjörólík Fjölleikasýningu Ástu. Á það bæði við um texta og myndskreytingu. Hér er sögu- sviðið bæði tengt raunveru- leikanum og ævintýrinu. Friðmundur býr með Sámi hundi sínum í einveru vita- varðar á eyjunni Bláabergi. Sagan íjallar um hlutverk sem Friðmundi finnst hann þurfi að leysa, en það er að koma lagi á stjörnur himinhvolfsins þegar önnur tvíburastjarnan hafði hætt sér of langt í leik sínum. Friðmundur og Sámur sitja heima í vitanum í öruggu skjóli þegar máninn gefur skilaboð um atburðinn. Bátur- inn er leystur og saman svífa þeir félagar út í himinhvolfið. Hér tekur ævintýrið við. Sögu- þráðurinn byggist upp á röð atburða og skiptast á lýsingar og samtöl félaganna við per- sónugerðar stjörnur og himin- tungl. Spennan eykst og í hápunkti takast björgunarað- gerðir Friðmundar og Sáms. Endarnir safnast saman í sögulok þegar þreyttir ferða- langar horfa á litlu stjörnuna fögru, laun fyrir dygga aðstoð. Efni þessarar sögu er óvenjulegt og mjög hugmynda- ríkt. Það gefur ágætt tilefni til að börnin fái áhuga á að kynna sér stjörnur himinsins. Text- inn er þungur og mörg ný orð koma fýrir þannig að varla hentar bókin börnum fyrr en um 5-6 ára aldur. Persónum er ekki lýst neitt sérstaklega en einhvern veg- inn eru þær svo skýrar í upp- hafi að auðvelt er að skynja eiginleika þeirra. Samband Friðmundar við hundinn Sám, sem er persónugerður og getur talað, er einlægt og vitavörður- inn hefur þennan góða félags- skap í einverunni. Saman sýna þeir hvers þeir eru megnugir og ekkert er svo erfitt að ekki megi flnna ráð. Persónur him- insins eru sýndar í myndum og samræðum. Höfundi tekst listavel að ná fram samruna texta og mynda í órjúfanlega heild. Ævintýrablær himin- hvolfsins nær tökum á lesand- anum og auðvelt er að fá sér far í bátnum sem aukafarþegi. Raunveruleikastíll ber mynd- irnar uppi þó að á einstaka stað leysist þær upp í óhlut- bundið form. Blái liturinn er ríkjandi og vatnslitirnir sýna mörg litbrigði innan hans og undirstrika í mismunandi öðrum litum sögusvið bókar- innar. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og eru flestar þrívíðar. Oft teygja þær sig yfir á næstu síðu. Texta er vel fyrir komið og letur er hæfilega stórt. Öll ber bókin með sér glæsileika, innbundin með fallegri kápu, góður papp- ír og brot. Það er spennandi að vita hvað kemur næst frá þessum höfundi. Margrét Gunnarsdóttir kennari við Fósturskóla íslands Prentþjónustan hefur, eins og nafnið bendir til, sérhæft sig í undirbúningsvinnu fyrir prentun, þ.e. í litgreiningu, ljósmyndun, filmuvinnu og setningu. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Við í Prentþjónustunni erum í góðu T"* samstarfi við auglýsingastofur, prentsmiðjur og bókbands- % / vinnustofur og kappkostum að lcita hagstæðra tilboða, þér V II I að kostnaðarlausu, í útlitshönnun, prentun, bókband og ▼ ^ í rattn alla þá þætti sem við framkvæmum ekki sjálfir. * * Æ ^ A Til að spara þér sporin á milli "I "W- W "■ prentsmiðja, auglýsingastofa I 11 1 I II III og filmugerðarstofa, ^ -M- f |cjt að hagstæðu verði M ^ og sem mestum gæðum, þá er bæði ódýrara og þægi- legra að snúa sér beint til manna sem hafa góða yfirsýn ■■ I og þekkingu í veröld prentiðnaðarins. Á því sviði tekur y ^ Prentþjónustan hf. allar áhyggjur af viðskiptavinum sínum. sporin. Bolholti 6 — Sími 687760 RRENT ÞJONUSTAN HF. 38

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.