Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.10.1916, Síða 4
38
Brýr á íslandi.
Fyrirlestur fluttur í Verkfræöingafjelagi íslands 2. febr. 1916 af Geir G. Zoéga verkfræðing.
Saga brúargerða hjer á landi er ekki löng enn þá.
Árnar eru þó margar og illar yfirferðar. Hvar á
landi sem er, verður varla ferðast jafnvel fáir kíló-
metrar, án þess að einhver áin, stór eða lítil verði á
vegi manna, en það hefur verið lítið um brýr fram
á síðustu tíma.
Á stöku stórám hafa þó verið brýr í fornöld, og
bera ýms örnefni þess vott enn. Þar hefur hagað svo
vel til frá náttúrunnar hendi, að hvorki útheimti
verkfræðiskunnáttu eða mikið fje, þvi hvorugt þess-
ara gæða höfðu forfeður vorir til eigin eða opin-
berra mannvirkja. Má svo heita bókstaflega, að
hvergi standi steinn yfir steini af mannvirkjum þeirra.
í sögunum er getið um brýr yfir Hvítá i Borgarfirði,
Jökulsá á Brú og Öxará hjá Þingvöllum. Hvítárbrú-
in hefur verið á Kláffossi, næsti bær við fossinn
heitir Brúarreykir. Á Jökulsá hafa ef til vill verið 2
brýr, önnur langt uppi í dal bjá Brú, en hin hjá
Fossvöllum, þar sem brú er á henni nú. Á seinni
öldum hefur verið brú á neðri staðnum að jafnaði,
en oft hefur hún fallið af fúa og liðið nokkur ár
áður en hún yrði endurreist. Sú brúin mun lengst
af hafa verið eina brúin hjer yfir stórt vatnsfall.
Brúartollur var þar krafinn um tveggja ára bil á
18. öld, en reyndist ekki nægur til að launa inn-
heimtumanni og var því úr gildi numinn. Mun það
vera í eina skiftið, sem hjer hefur verið krafizt
brúartolls.
Af gömlum örnefnum, sem ráða má af, að brýr
hafi verið á þessum stöðum, má nefna Brúará í
Biskupstungum, Brúarfoss í Hítará á Mýrum, Brú í
Grímsnesi, Brú í Biskupstungum við Tunguíljót,
Brúarhlaðir í Hvítá þar sem trjebrú er á nú.
Á öllum þessum stöðum, sem nefndir voru, hagar
svo til, að mjög stutt er yfir árnar og geta því af
þeirri ástæðu mjög vel hafa verið þar einhverjar
brúarnefnur.
Þær brýr sem fornmenn hafa gert, voru allar úr
timbri og alt fram á síðustu ár, voru brýr hjer
jafnan gerðar úr timbri. Elztu brýr, sem enn standa,
eru frá því nokkru eftir 1880 (yfir Skjálfandafljót
1880, yfir Elliðaárnar 1882, yfir Hvítá hjá KlaíTossi
1883). Endingartími trjebrúnna hefur verið frá 20 —
30 ár, einstaka ef til vill nokkuð lengur, og þó við-
hald þeirra hafi sjaldnast verið sem bezt, hefur það
þó kostað ærið fje. Þessi stutti endingartími er oft
þvi að kenna, að þær voru málaðar með rauðum lit
í stað þess að bera á þær tjöru eða karbólíneum,.
en viðirnir feygðust að innan og oft j:r einungis
þunn skán ófúin utanum grautfúinn kjarna.
Því fer betur, að nú eru þessar trjebrýr að líða
undir lok, hafa engar bætst við síðan 1909, en þær
munu enn tóra um 30 talsins á landssjóðsvegum
auk margra smábrúa, sem ekki ná 10 m. lengd. Það
er leitt verk að verða að gera af nýju dýrar brýr
með fárra ára bili. Það má fullyrða, að eftir 10 ár
verða engar trjebrýr á vegum þeim, sem landssjóður
leggur fje til, og er það ánægjuleg tilhugsun, þar
sem í stað þeirra koma traustar og endingargóðar
járnbrýr eða járnbentar steinsteypubrýr.
Fyrsta brúin, sem gerð var úr öðru efni en timbri,.
er járnhengibrúin yfir Ölfusá hjá Selfossi 1890 og
þarnæst yíir Þjórsá hjá Þjótanda 1895, siðan hefur
verið gerð hver á fætur annari.
Langur var aðdragandinn að brúargerðum á þess-
um 2 stóru vatnsföllum. 1873 kom hingað danskur
verkfræðingur fyrsta sinn, kvaddur af stjórninni
eftir áskorun Árnesinga og Rangvellinga að alhuga,
hvort mögulegt væri að gera brýr yfir þessar ár.
Taldi hann bezt brúarstæði, þar sem brýrnar eru
nú eða sem næst því og áætlaði, að báðar brýrnar
myndu kosta 168,000 kr. (yfir Ölfusá 80000 kr., yfir
Þjórsá 88000 kr.). Þelta þótti ærna fje og talið ekki
líklegt að tillök væri í bráð, þó voru Iög um brúar-
gerð á báðum þessum ám samþykt á þingi 1879,
en synjað var þeim staðfestingar af konungi.
Það er fyrst eftir 1894, er ný vegalög voru sam-
þykt og útgjöld til vegabóta margfölduð, að nokkuð
bættist við af brúm.
Síðan hafa allar stórar brýr verið gerðar úr járni
eða járnbentri steinsteypu.
Frá 1890—1905 voru settar upp 5 járnhengibrýr
að lengd frá 35,1 m—103,35 m. Þær kostuðu frá
400—950 kr. hver lengdarmeter, en að meðalt. 600 kr.
Þangað til 1912 voru allar járnbrýr smíðaðar er-
lendis, nema 1 smábrú (yfir Gilsá á Völlum 1908)
og sumar settar upp af útlendingum, en þá bættust
áhaldahúsi vega- og brúargerða nauðsynleg áhöld til
þeirra smíða, rekin með rafmagni og hafa hjer verið
smíðaðar 3 brýr síðan, á Ytri-Rangá, Hverfisfljót og
Brunná.
Járnbitabrýr hafa verið settar upp 11, flestar frá
10 m—30 m langar, en 2 miklu lengri en hinar, yfir
Norðurá 86,5 m og yfir Ytri-Rangá 92,5 m.