Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Síða 6
48
TÍMARIT V. F. í. 1918
við eldri merkingu þeirra. Stundum haldast eldri
merkingarnar samhliða hinum nýju, svo að orðið
verður tvírætt eða jafnvel margrætt. Stundum hverfa
eldri merkingarnar, og getur þá farið svo, er hver
þýðingarbreytingin rekur aðra, að orðið fái að lok-
uin mjög fjarskylda merkingu eða jafnvel gagnstæða
frummerkingu sinni. í þessu eðlisfari orðanna, að
þau smjúga þannig úr einum ham í annan, skifta
lífi og litum, flökta svið af sviði, bregða upp sí-
breytilegum myndum eftir því livar þau eru stödd í
tíma og rúmi, er meginfjör málsins fólgið, óþrotlegt
yngiafl, óendanleg margbreytni, er megnar að endur-
spegla, þótt ófullkomlega sé, nokkurn hluta af dá-
semdar-veröld mannlegs hyggjuheims. Ef orðin væru
eins og tölurnar í stærðfræðinni, hefðu fast og
óhagganlegt gildi, mundi það líkast litvana og gróð-
urlausri auðn, gjörsneitt öllum persónueinkennum.
Frá rökfræðilegu sjónarmiði eru lielstu tegundir
þýðingarbrigða þessar:
1. Flokkahvörf (synekdoche). Þau eru í því fólgin,
að hið almenna er nefnt í stað liins sérstaka, eða
hið sérstaka í stað hins almenna, þ. e. merkingin
5’mist þrengist eða rýmkast, gjörir annað af tvennu,
að þenjast út yfir nánustu hugfylgjur sinar eða
setjast að hjá einhverri einstakri þeirra.
Flokksheiti verður að tegundarheiti (genus
pro specie):
Dæmi: Kind (skepna, sbr. mannkind) fær merk-
inguna sauður (sauðkind); á þýsku (KindJ og á ensku
(cliildj hefur orðið fengið merkinguna barn. Fiskur
fær merkinguna þorskur, hvolpur — hundsungi (áður
hverskonar dýrsungi), iungl — máni; maður— eigin-
maður, stúlka — vinnukona.1)
Tegundarheiti verður að flokksheiti (spec-
ies pro gen.ere):
Dæmi: rós fær almennu merkinguna hlóm, eik —
tré, laukur — gras (»þá vas grund gróin grænum
lauki«), geitur — geitfé; -tygi (dragreipi) — -tygi
(hverskonar búnaður: aktygi, reiðtygi, hertygi). Hér
til má telja þann stórflokk þýðingarbrigða, er lýs-
ingarorð (einkunnir) verða að nafnorðum.
Heiti á einstökum hluta heildarinnar verð-
ur heildarheiti (pars pro toto). I íslensku er
þetta tiltölulega sjaldgæft um ósamsett orð, nema í
fornum skáldskap, en alment í samselningum.
Dæmi: Rönd (= skjöldur), barð, stál (= skip),
hringr (= sverð); háls (= maður, í ávarpinu »góðir
hálsar«), sál eða sála (= maður: »þar sást ekkí
nokkur sál«), klau/ (= kind: »honum varð ekki
1) Pessi tilbrigði orðanna, að pau fá sérstaka merkingu
á sérstökum sviðum, af því að hver og einn notar pau
eftir þörfum og viðhorfi síns verkahrings, eru sérstaklega
eftirtektarverð, þegar um það er að ræða að koma sér
upp orðaforða á nýjum verksviðum. Ilvert sviðið verður
að lána hjá öðru, og mun ég víkja að því síðar.
einnar klaufar vant«), ne/ (= maður: »gjaldið var
1 kr. á nef hvert«), bein (= skepna, o: fiskur: »hann
varð ekki beins var«). Almenn eru aftur á móti orð
eins og /járauga (= glöggur fjármaður), fiskikló (=
aflamaður), þverhaus, járnbúkur, smásál, o, s. frv.
Sérheiti verður samheiti:
Dæmi: Amlóði = amlóði, Hrappur = svikahrappur,
Elfur (þ. e. Saxelfur, amnis albus) — fljót, Caesar
= keisari, Júdas = svikari, Krösus = auðmaður,
Donatíus = dóni, Geysir (— goshver, á erlendum
málum).
Samheiti verður sérheiti:
Ari, björn, ormur, steinn, hallur og önnur dýra og
hluta heiti verða mannanöfn, skál, hamar, hjalli og
önnur landslagsheiti verða bæjanöfn. Auknefni og
lj'singarorð verða mannanöfn: gretlir, erlendur, hörður,
sámur, o. s. frv.
2. Samhvör/ (metonymi). Samhvörf tákna það, að
hugmyndir, sem samlægar eru í huganum og horfa
jafnan eins hvor við annari, fá sama heitið:
Orsök og afleiðing:
Örlög, mjötuðr og fleiri orð, er tákna forlög, fá
merkinguna dauði. Furða þýðir i fyrslu fylgja, forboði,
síðan undrun
Verknaður og það sem nátengdast er hverj-
um verknaði í hugum manna, svo sem:
a. Afköstin og andlagið: spuni= 1. að spinna, 2. band;
bruni = 1. að brenna, 2. brunasár; teikning, stuld-
ur, leið (= 1. að líða, 2. leiðin sjálf); gjald, fóstur,
sjón (= það sem fyrir augun ber), o. s. frv.
b. Gjörandinn: Stjórn = 1. að stýra, 2. þeir er stýra;
flóili = 1. að flýja, 2. þeir sem flýja (»þeir ráku
flóttann«); sókn: þeir er sækja einhvern stað
(kirkjusókn), leið : föruneyti, lið (»leiðar að biðja«.
Helgakv.).
c. Verkfœrið: ásláttur: hamar, sókn: hákarlasókn;
björg: nefbjörg, fingurbjörg; far: farkostur ; sjón :
auga; reið: vagn; hlust: eyra (upphafl. það að
hlera).
d. Staðurinn, þar sem verknaðurinn fer fram: gangur:
göng (sbr. eið milli vatna, skylt lat. irej; hvar/
staður, þar sem eitthvað hverfur (örnefni); rétt
= 1. að reka, 2. fjárrétt; sund: sæbelti; sýsla:
starfssvið (sýslumanns); sókn: bygð; leið: vegur.
e. Timinn, er verknaðurinn fer fram: liaust=\. upp-
skera, 2. uppskerutími; mjaltir: mjaltatími; fráfœr-
ur, heyannir, sláttur (»á slætti«), göngur (»það var
komið fram í göngur«); sólhvörf o. s. frv.1)
Vinnandi og afurð:
Margar þjóðir nefna mál sitt tungu eftir aðaltalfær-
inu. Nöfn rithöfundanna sjálfra koma einatt í stað-
1) Sum vcrknaðarheiti (sagnarnafnorð, nomina actionis)
þenjast yfir flesta þessara flokka, en ég verð að láta hér
staðar numið um þetta atriði að sinni.