Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Blaðsíða 12
54 T í M A R I T V. F. í. 19 1 8 svo vænt um, mætti kalla drúttir (hurðardróttir, glugga- dróttir); drótt er til í aljiýðumáli í J)ýðingunni þvertré eða sylla yfir dyrum, en er nú óðum að hverfa. Það gæti líka heitið geirar (— þetla heiti hefur vakað ó- ljóst fyrir alþýðu, er hún hefur nefnt »geriktin« geir- ettur), eða þá /aldur. Sagnirnar að drótta, geira eða /alda. Eg nefni allar þrjár tillögurnar til dæmis um, að nóg er vanalega til af vel hæfum heitum, ef menn nenna að leita. »Knegti« (ineð gluggum og sperrutrjám) ætti að heita þrœlka; »accumulalor« (í rall'ræðinni): hlóð (hvk.). »Uppfyllingin« bæjarstjórn- ar Reykjavíkur hérna niðri við höfnina: hlað (hvk.) eða öllu heldur lilaðir (kvk. llt.). »Mole« (hafnar- virkisgarður): hlein (kvk.). »Karnap« á húsi: kvesla (sbr. kvislur). Þetta er hollasta og tíðfarnasta leiðin í tungumál- unum og bregðst sjaldan. 2. Að gjöra týsingarorð að na/norðum. Það er mjótl mundangshófið milli orðílokkanna, mörkin óglögg og sífelt reik úr einum ílokki í annan, enda eru þeir allir frá uppliati vega kvíslir úr sama tljótinu1. Einna nánast er sambandið milli einkunna og nafna, eins og skiljanlegt er eftir þvi, sem sagt er hér að framan (bls. 53). Innan vébanda sögunnar eru búferlin milli þeirra sveila afar-tíð, einkum frá einkunnanna hálfu; þær streyma sí og æ inn í nafnaílokkinn, ýmist í karl- kyni, kvennkyni eða livorugkyni, í sterkri eða veikri mynd (karlk.: gramur, harmur, haugur, njótur, bjóður, fölvi, sölvi, — skjóti; kvennk.: stör, svöl, vala, sbr. á- valur; hvorugk.: góss, söl; allar fornu l-lausu mynd- irnar eru undantekningarlaust orðnar að nafnorðum: /ull, djúp, pjót, /öl). — IJað sem smiðirnir okkar kalla »vatnsbretti« (á gluggum og dyrum) liggur beint við að kalla þvöl — þvalir (sbr. svöl — svalirj. Þetta úrræði er einatt einkar atl'arasælt. 3. Þriðju aðferðina má einnig nefna, þó að íhalds- samir málfræðingar fallist ef til vill ekki á hana. Reyndar er ekki svo mjög hætt við því, að hún særi margar sálir, því að höfuðkostur hennar er sá, að hún lætur i lé stutl orð, frændmörg i málinu og fögur áferðar, ef vel er valið, svo að þeim má læða svo að lítið beri á. Pessa leið ættu málfróðir og orðhagir menn lielst að kjósa, ef Jæir á annað borð verða að gripa til þess neyðarúrræðis að smíða nýgjörving. Hún er sú að mynda orð í likingu (analogi) við rót- orð og stofnorð, fylla út í einhverjar gloppurnar á hljóðbrigðaröðunum. Þær stafa margar hverjar af til- viljun eða orsökum, sem nú eru flestar dottnar úr sögunni; orðin hefðu getað verið til og hafa mörg að öllum likindum verið til á fornum öldum, enda finst fjöldi þeirra í frændmálunum. Þannig gæti t. d. verið til no. binda alveg eins og vinda; sólga alveg eins og ólga og bólga; lúð og hlúð eins og flúð; sveip, sveið, 1) Sbr. M. Bréal: Essai de sémantique, I’aris 1911, bls. 332 afr. hneit (hneiti, hneitill) eins og beit; hös og /nös ( nas- vængur, flt. /nasir: »honum titruðu fnasir« — liann var reiður) eins og nös; gnö/, hnö/, drö/, hö/, knö/, löf, sö/, snöf, tröf, vöf, gnöp, kröpp, hnögg, glöð (sbr. sólarglaðan; orðið mætti nota í flt. glaðir um það sem kallað hefur verið »slippur« í Reykjavík), svöð, hlöð, rölck, föl, döll, spöl, eins og gröf — grafir, löf — tafir o. s. frv. Einkunnirnar sœtnr (af sitjaj, skœ/ur, hrœfiir, trœður, teigur, stegpur, sverfur, hneilur, hneig- ur, eins og œtur o. s. frv. Eg vel þessi dæmi af handahófi í svip til að sýna, um liversu auðugan garð hér er að gresja; fegri og þarllegri má íinna, þegar nauður rekur til. »Utilitas expressit nomina rerum.« ú. Að smíða nggjör/ing. Mér er nauðailla við lireina og beina nýgjöríinga, af þeirri ástæðu að málið er meira en nægilega auðugt að orðum, ef þeim væri að eins jafnað betur til, svið af sviði. En reki endi- lega að þvi, að þörf sé á spánnýju orði, þá er að taka þeim neyðarkosti. En þess vildi ég þá mega biðja menn fremstra orða, að velja heldur afieiðslu en samsetningu, nema þess sé brýn þörf að heitið greini hæði flokk og tegund, heild og hluta Eg gel varla liugsað mér óviturlegri misbeiling á málinú en að vera að gera heil nafnorð unnvörpum að hreinum og beinum afleiðsluendingum og forskeytum. Nú verða öll gjörandaheiti, er tákna menn. endilega að enda á -maður, öll verkfæraheiti á -vél, öll sálarfræðileg lieiti byrja á hug- o. s. frv. Að merkja þannig hvert orð ílokksmarki sínu er auðvitað blessunarlega rökrétt, en það gefur málinu eintrjáningslegan og óskáldlegan kindarsvip, og gjörir það of þungt í vöfunum. 5. Að taka upp erlend orð. Það er að vísu æski- legast, að almenningur hafi megna óbeit á erlendum orðum, mun æskilegra en hitt, að það þyki fínast, sem fengið er að. Ella mundi mönnum hætta of mjög til að gleypa við allskonar erlendum orðavarn- ingi af hégómaskap og hugsunarleysi. Okkur má ekki fara eins og litlu stúlkunni í Simplicissimus, sem segir við móður sína: »Mama, Geheimrals sind doch viel feiner als wir; die essen nicht Abendbrot, die soupieren!« En svo einstrengingslega megum við þó ekki líta á það mál, að við dæmum öll erlend orð óalandi og óferjandi eingöngu af þeirri áslæðu, að þau eru erlend. Við verðum að gæta að því, að eðlislög og þjóðerni málsins er fólgið í málfræðis- kerfi þess og hljómeðli, en ekki í efniviði orða- forðans. Getum við ekki smíðað íslensk hagvirki úr erlendum efniviði eins á því sviði sem öðrum? Ekki her því að neila; það liefur reynslan sýnt. Einmitt af því að ég ann íslenskunni umfram alt, vil ég ekki láta loka Jieirri leið með Jiverbanni. Hagsýnis og fegurðar-valið verður að liafa frjálsar hendur; það mun reynast hollast þegar öllu er á botninn hvolft. Ef tungumál er algjörlega einangrað og á að

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.