Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1918, Page 14
5(5
T í M A K I T V. F. í. 19 18
munurinn í hinum ýmsu landshlutum kemur ekki
verulega í Ijós fyr en farið er að liða í sundur hlut-
ina; heildarheitin eru, eins og gefur að skilja, flest
sameiginleg. Þeim sviðum, sem eru ný í íslensku
þjóðlífi, t. d. raíl'ræðinni, mundi söfnunin ekki koma
síður að haldi en hinum, nema fremur sé, af þeirri
ástæðu að þau verða einmilt að draga að sér efnivið-
inn i ngsmiðar sínar af öðrum sviðum — það er
helsta og all'arasælasta leiðin, eins og gefur að skilja
af því, sem sagt hefur verið hér að framan.
A þennan hátt mundi fást yfirlit yfir iðnheiti al-
þýðumálsins. Iðnheitin, sem komið hafa fram í bók-
mentunum, má svo tína saman úr orðabókunum,
einkum úr hinni miklu og orðauðgu orðabók Sig-
fúsar Klöndals, sem nú er á næstu grösum. Að því
búnu ætti ein aðalnefnd, kosin af hinum nefndun-
um, að hlutast til um að samdar verði nýjar nafna-
skrár og fá þær síðan samþyktar í félögunum, til
þess þannig að útvega þeim bakhjarl og lífsskilyrði.
Loks ælti að prenta skrárnar og koma þeim á fram-
færi við hlutaðeigandi skóla, kennara og iðnrekendur.
Að koma fram með þetta erindi var það sem
fyrir mér vakti, þegar ég tók að mér að tala hér i
kvöld. Verkfræðingafélagið er fyrir margra hluta sakir
best fallið til forgöngunnar. Eg vona að það bregðist
vel við verkefninu. Með því mundi það reisa sér
óbrotgjarnan bautaslein við vaxtarbraut islenskrar
tungu.
Minning Rögnvalds Ólafssonar.
Um Ijelagsmenn.
Eins og áöur var getið utn hefur niinningartaflan verið
sett upp á Vííilsstöðum. Jafnframt hefur verið gert minn-
ingarblað með árituðum nöfnum þeirra 60 manna sem að
þessu stóðu.
Samkvæmt rcikningnum hafa komið inn alls kr. 1040,00,
en kostnaðurinn hefur orðið kr. 920.65. (Sundurliðaður
reikningur er til sýnis hjá varaformanni fjelagsins Tli.
Krabbe). Framkvæmdarnefndin hefur komið sjer saman um,
að geyma afganginn og nota hann seinna lil þess að
kaupa handa hælinu góða bók, og hefur helst verið hugsað
um nýju útgáfuna af Salmonsens Konversationlexikon — i
því trausti að það, sem á vantar, muni bætast við þcgar til
kemur.
Fundarhöld
Verkfræðingafjelags Islands.
45. fundur fjelagsins var haldinn 24. april 1918 á Ingólfs-
hvoli. Ólafur Daníelsson dr. phil. flutti erindi það um
xMalfattis problem«, sem prentað er (á þýsku) hjer að framan.
46". fundur var haldinn 30. október 1918 á Ingólfshvoli'.
I.agði Th. Krabbe fram skýrslu um námskeið fyrir mælinga-
menn, og hefur sú skýrsla verið prentuð í 3. hefti tímarits-
ins. I)r. phil. fíjörn Bjarnason llutti erindi það um »ný-
yrði«, sem birtist í þessu hefti.
47. fundur var haldinn 21. nóvember 1918 á Ingólfshvoli.
Varaformaður mintist með nokkrum hlýjum orðum dr.
Björns Bjarnasonar, sem andaðist 18. nóvember af lungna-
bólgu; fjelagsmenn heiðruðu minning hans með því að
standa upp. Steingrímur Jónsson rafmagnsverkfræðingur
flutti erindi um útbreiðslu rafmagns hjer á landi.
48. fundur var haldinn 18. desember 1918 í Mentaskólan-
um. Jón fíorláksson flutti erindi um útveggi ibúðarhúsa; á
fundinn hafði verið boðið um 20 húsagerðarmönnum og
öðrum byggingafróðum mönnum.
Hjörlnr fíorsleinsson hefur sagt upp stöðu sinni sem
bæjarverkfræðingur Reykjavíkur, frá 1. apríl næstk.
L. M. Blok hefur sagt upp stöðu sinni sem aðstoðar-
verkfræðingur við vegamálastjórnina frá 1. apríl næstk.
fíórarinn Krisljánsson hefur fengið veitingu fyrir hafnar-
stjórastöðunni i Rej'kjavík frá 1. janúar, hefur verið settur
siðan 1. mars 1918.
fíaul Smith, símaverkfræðingur, hefur hætt við það áform
sitt að flytja til Noregs (sbr. 2. hefti bls. 28 þ. árg.) og er
því vonandi að bæði Landssiminn og Verkfræðingafjelagið
fái að njóta lians framvegis.
Nýr fjelagsmaður.
Sleingrímur Jónsson, cand. polyt, rafmagnsverkfræðingur,
Stokkhólmi.
Ýmislegt.
Erlendir verk/rœðingar hafa nokkrir verið hjer á ferð síð-
astl. sumar: G. Sœlersmoen, Kristiania, hefur dvalið við Þjórsá
eins og nokkur undanfarin ár. II. C. E. Tillisch, efnafræð-
ingur, frá Aarhus olíumyllu, hefur ferðast víða um land.
sjerstaklega um norðurlandi. Schulz, námuverkfræðingur
danskur, hefur starfað við kolanám í Stálfjalli. —
fíorkell fíorkelsson cand. mag., kennari við gagnfræða-
skólann á Akureyri, hefur verið skipaður lorstöðumaöur
löggildingarstofnunar fyrir mæli- og vogartæki.
(
'Prenlvillur. í 3. hefti bls. 44, 1. dálk 9. línu 11. og 13. a.
o., stendur 3250, 3750 og 3100 kr. hver km„ á að vera
32500, 375Ó0 og 31000 kr.