Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 6
2 TÍMARIT V. F. í. 1919 veita þær aflinu í leiðslurnar út um alt landið. En úreltar stöðvar eða óhentugar geta ekki unnið með og leggjast því niður. Auk þess sem stöðvarnar stækkuðu, hefir orðið mikil fullkomnun á gerð þeirra og á öllum vjelum og tækjum, sem að rafmagnsneyslu lúta. Áhöldin verða einföld og fábreytt; stöðvarnar verða sam- kynja. Alt miðar að því, að ákveða fyrirfram bestu gerð vjela og tækja, er reynslan hefur kent mönn- um, og sjá um, að einungis hið besta sje smíðað (mið- ar að þvi að standardisera og normalisera). Smiðjurn- ar geta þá gerl hlutina fyrirfram. pað verða færri hlutir, sem gera þarf. Smíðarnar verða ódýrari og greiðari. J>essi framþróun hefur haft það í för með sjer, að sífelt fjölgar þeim mönnum, sem aðnjótandi verða rafmagns og framleiðslukostnaðurinn fer stöðugt lækkandi þannig, að rafmagn getur æ betur kept við önnur öfl, sem standa til boða. það ryður sjer til rúms á nýjum sviðum í sífcllu. það skipar öndvegi til ljósa og allrar iðnaðarvinnu og er að ryðja sjer til rúms til suðu og hita. Og nú kemur rafmagnið hingað. Hvaða erindi á það hingað? Hvernig eigum við að taka á móti því? Eða hið sama: Hvemig getum við bcst fært okkur reynslu annara í nyt? J?að eru rafveitur til almenningsþarfa, þar með talinn minni háttar iðnaður, sem hjer cr átt við. Erindið verður vitanlega það, að veita mönnum neysluafl til allra þeirra hluta, sem með þarf. Og markmiðið á að vera, að hver maður á landi hjer fái kost á nægilegu rafmagni. Yið verðum að taka á móti rafmagni svo hentug- lega, sem kostur er á og svo að til einhverrar f r a m- b ú ð a r verði. Við notum best reynslu annara með þvi, í fyrsta lagi að hafa það hugfast, að hver stöð, sem reist er, ber að skoða sem lið i einu kerfi. Kerfið verður að einni heild þegar stöðvarnar stækka og samtengjast. Jafnvel þó að sýnilegt sje, að einhvcr stöð aldrei verði samtengd öðrum, verður hún samt að vera samkynja Iiinum. Við verðum enn um langt skeið að kaupa vjelar og efni frá útlöndum. ]?að er geysimikið fje, sem til þess þarf. Verður það mjög mikill þjóðarsparnaður, ef þau kaup eru gerð vel og þannig, að þau gögn, sem keypt verða, verða sem notadrýgst i landinu sjálfu. í öðru lagi, að við högum okkar rafmagnsveitum sem líkast því, sem best þckkist annarsstaðar. pannig reisum vjer stöðvar í kauptúnum öllum. Mun þcss eigi langt að bíða. J?ær vaxa og teygja sig sumstaðar um nálægar sveitir. Síðar koma stöðvar í þjettbýlum sveitum. J?á koma stærri stöðvar, sem ná yfir stærri svæði, sem geta sameinað kauptúnsstöðvarnar og' leitt afl inn í strjálbygðari hjeruð. pó að lokum verði mestmegnis stórstöðvar, þá gera samt hinar minni stöðvar, sem fyrst komu, sitt gagn, þar sem þær kenna mönnum rafmagnsnotkun, og altaf má nota neyslu- straumkerfi þeirra. Auk þess missa þær aldrei gildi sitt, ef þær eru haganlega gerðar, þannig að þær geta verið með i hinu stærra kerfi síðar meir. J?að væri ókleyft að byrja með stærri stöðvum, t. d. stöð fyrir almenningsþarfir um alt Suðurland, þar sem notkun- in yrði of lílil í byrjun, þegar menn ekki luinna hana alment. pó að útbreiðsla rafmagns til sveita sjc enn mjög hæpið fyrirtæki, hjer á landi, þar sem landið er tiltölulega mjög strjálbygt og lítl rælctað, þá er það lílt viðunandi til lengdar, að bún ckki komist á, þar sem % hlutar landsmanna búa í sveitum, og ef Rvík er ekki talin, þá búa fjórir fimtu hlutar í sveitum en einn fimti hluti í kauptúnum landsins. En kauptúnastöðvarnar koma fyrst, og þær verða að vera allar af sömu gerð, þar sem unt er, þ. e. a. s. ]>ær nota sömu straumtegund og sömu spennur. Sjer- ílagi neysluspennan þarf að vera hin sama, en há- spennur scm fæstar. Ragmagnsveitur í kauptúnum verða að vera af sem fæstum tegundum og neyslu- áhöld einnig. Ef þessa er gætt, er mikið unnið, t. d.: 1) Kaup á efnum og áhöldum vcrða í stærri stil, og þar með haganlegri. 2) Betur hægt að vanda áhöld og vjelar; við það verða rafveitur í betra áliti hjá almenningi og tryggingarf j elögum. 3) Hægt að nota sömu rafneyslugögn, livar sem er á landinu. 4) Rafveita lærist fljótar og betur. 5) Unt að selja vjelar, sem orðnar cru of litlar einni stöð, lil annarar eða lána varavjelar ef óhöpp bera að höndum. 6) . Auðveldara að samtengja stöðvar þegar þörf gerist. í stuttu máli, við verðum að „standardisera“ og „normalisera" öll okkar tæki, sem að rafmagns- neyslu lúta. Og það því meir, en aðrir liafa getað, sem alt er hjer í byrjun. J?að er ekki ráð, nema í tíma sje tekið. En sje það gert, er ekki ófrelsi að því, og i raun- inni er ekki eins crfitt að framkvæma þctta, eins og ætla mætti í fyrstu. Okkur er cðlilegast að reisa sem mest vatnsaflsstöðvar og þær fá af sjálfu sjer sörnu straumtegund — 3-fasa víxlstraum með 50 períóðum. Um það leikur enginn vafi. Öðru máli er að gegna um spennuna. J?ar er í rauninni, ef einungis er litið á hverja stöðina einstaka, sín spennan best hverri. En ef litið er á stöðvarnar i heild sinni og á landið alt, verður reyndin önnur, og þar sem liætt er við að menn frekar gæti hagsmuna í svip en lil lang- frama, þá þarf hjer að hafa gætur á.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.