Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 13
TÍMARIT Y. F. í. 1919 9 Hjer hafa því framkvæmdarstjórar ríkisins sömu laun og aðstoðarverkfræðingar hafa í Noregi, -—- landssímastjóri, eftir 13 ára þjónustu, eins og 6 ára aðstoðarverkfr., en vegamálastjóri eftir 3 ára, vita- málastjóri eftir 13 ára þjónustu, eins og yngstu að- stoðarverkfræðingar þar! Skipasmíði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Síðastliðið ár jukust skipasmíðar mjög, bæði í Brctlandi og Bandaríkjunum. Fyrstu 8 mánuði árs- ins voru smíðuð i Bretlandi skip, er báru alls 1029,419 smálestir, en á sama tíma voru smiðuð í Bandaríkj- unum skip, er báru alls 1374,434 smál. Frá janúar til maí er mismunurinn á skipasmiði Breta og Bandaríkjamanna 30,000 smál., Bandaríkja- menn eru það liærri, en frá júní til ágúst er mismun- urinn orðinn 320,000 smál. Bandaríkjamenn liafa sett sjer það mark, að smíða á mánuði hverjum skip er beri 400,000 smál. Geti Bandaríkjamenn það og smíði Bretar helming á við þá, segir hreskt blað eitt, að jafnmikill skipastóll muni verða lil að ári liðnu, og var árið 1914. (Tidsskiift for Industri.) Kolanámurnar á Svalbarði. í sumar var tiðin óvenjugóð norður á Svalbarði og hagstæð til kolatöku, voru því unnin meiri kol, en undanfarin sumur. í norsku námunum eimim voru unnar rúmar 55 þúsundir smálesta. 40,000 smál. í námum „Norsk Spitzbergens Kulkompagni" og 15 þús. smál. í nárnum „Norsk Kulkompagni“, við Iving Bay. (Tidsskrift for Industri.) Stærsta flotdokk á Norðurlöndum. I Gautaborg í Svíþjóð var 12. október í liaust vígð stærsta flotdoklc á Norðurlöndum. Dokkin er eign „Göta Várket“ i Gautaborg. Hún er 160 m. löng, 33 m. breið og getur flcytt 12 þúsundum smálesta. Hún er í þrennu lagi og liljóp fyrsti hlut- inn af stokkunum í nóvember 1916. (Tidsskrift for Industri.) Notkun vatnsafls í Svíþjóð. Eftir frjettum frá iðnaðarmótinu, er haldið var í Stokkhólmi í sumar, liafa Sviar nú tekið til notkunar vatnsafl, cr nemur alls 1 miljón hestafla. Sökum þess hve eldiviður er dýr, hefur notkun vatnsaflsins aukist mjög síðustu árin, þrátt fyrir það að miklir örðugleikar liafa verið á að koma upp mannvirkjum. Árið 1917 voru gerðar aflstöðvar, er alls hafa 65,000 hestöfl og nú eru í smíðum stöðvar, er alls munu hafa yfir að ráða 90 þúsundum hestafla. (Tidsskrift for Industri.) Niðursuðuvaran norska. Fyrri helming ársins 1918 var flutt út töluvert minna af niðursuðuvöru frá Noregi, heldur en á sama tíma í fyrra. Frá janúar til júlí 10,7 milj. kg., en í fyrra (1917) 23,7. Af sardínum voru fluttar út 1,7 milj. kg., en í fyrra (1917) 3,3; af reyktri vorsíld í tómatsósu 0,2 og 1,2; af alls konar niðursoðinni síld 6,8 og 16,6. (Tidsskrift for Industri.) Niðursuðudósir úr pappa. í Noregi hafa verið gerðar tilraunir til að nota pappa, þjettaðan með ýmsum efnum, „impregnerað- an“, í dósir utan um niðursuðuvöru. pað hefur tckist að ganga vel frá samskeytum og dósirnar líta vel út, en sjeu þær gcymdar nokkurn tíma, mygla þær að utan. Nú er verið að reyna að koma þessum impregner- ingar-efnum betur inn í pappann, með því að hlanda þeim saman við efnið, sem pappinn er gerður úr og eru menn vongóðir um árangurinn. (Tidsskrift for Industri.) Járnframleiðsla í pýskalandi á ófriðarárunum. Svo sem kunnugt er, hættu þjóðverjar í nóv. 1916 að gefa út opinberar skýrslur um járn- og kolafram- leiðslu landsins, en fyrstu ófriðarárin höfðu þær komið út reglulcga á mánuði hverjum. Flestir álitu þá þcssa skyndilegu launung vcra slæman fyrirhoða, er boðaði það, að nú tæki að draga úr framleiðslu í pýskalandi, á efnivöru í þágu ófriðarins. En þeir sem kunnugastir voru högum pjóðverja vöruðu menn við að fesla trúnað á slíkt, enda sýndi hinn öflugi hernaður Miðrikjanna alt árið 1917 og mestan hluta ársins 1918, að þeir höfðu á rjettu að standa. Nú hafa aftur verið gefnar út opinberar skýrslur um kola- og járnframleiðsluna og skýrslur eru til um framlciðslu járns á mánuði hverjum, þar lil stjórn-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.