Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 8
4 TÍMARIT V. F. í. 1919 1 fyrravetur var byrjað á nýjum vegi milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Var mcst unnið að hon- um að veturlagi sem dýrtíðarvinnu vegna vinnu- skorts í Reykjavík og Hafnarfirði, og sótlist vinnan seint vegna frosta og illrar veðráttu. Samtals hefur verið varið til þessarar vegagerðar um 105 þús. kr. B r ú úr járnbentri steinsteypu 70 m. löng var gerð á Austurós Hjeraðsvatna. Hún hef- ur kostað samtals 89 þús. kr. Á þessum stað hefur trjebrú verið síðan 1895, en var komin að falli. Byrjað var á brú yfir Hnausakvísl (Vatns- dalsá) i Húnavatnssýslu, er hún jafn stór Hjeraðs- vatnabrúnni og aðstaða lík, og verður væntanlega þeirri brúargerð lokið í sumar. Til fjallvega var varið um 6 þús. kr., mest til ruðnings og vörðuhleðslu. Til þess að gera a k f æ r a ýmsa innansýslu- v e g i hefur verið veitt um 25 þús. kr. gegn jafn- miklu tillagi frá lilutaðcigandi sýslufjelögum. Til vegabóta og brúagerða hefur verið varið alls um 430 þús. kr. á árinu 1918. 2. Vatnsvirki. Undir umsjón Geirs G. Zoega vegamála- stjóra hefur verið unnið að framhaldi Skeiðaáveit- unnar, sem byrjað var á 1917. Skurðir hafa verið grafnir um 16 km. að lengd, en rúmmál þeirra um 25 þús. tenm. Var eingöngu unnið í samningsvinnu og borgað fyrir hvern tenm. frá 60—75 aur. en að meðaltali tæpir 64 aur. Að mcðtöldum öllum áfölln- um kostnaði (vöxtum af lánum o. fl.) hefur verið greitt til verksins á árinu 1918 25 þús. kr. 3. Ritsímar og talsímar. 1. Fullgerð ný talsímalína úr tviþættum kopar- vír frá Ólafsfirði (yfir Lágheiði — Fljótin — Siglu- fjarðarskarð) til Sigluf jarðar. Enn fremur lagðar 2 nýjar tvöfaldar talsímalínur úr kopar á stauraröð- ina Akureyri — Svarfaðardalur. Verk þetta var byrj- að á árinu 1917, með þvi að skifta um staura út mcð Eyjafirði, þar sem þess gerðist þörf. Kostnaður alls kr. 172.588.08 (þar af notaðar kr. 92.660.28 árið 1917 og kr. 79.927.80 árið 1918). 2. Byrjað að leggja nýja tvöfalda talsímalínu úr járnvír frá Akureyri til Svalbarðseyrar — Grenivik- ur. Árið 1917 hefir verið varið til þessa kr. 5971.85 og 1918 kr. 12402.54, samtals kr. 18374.39. 3. Lögð ný tviþætt talsímalína úr járni frá Borg- arnesi að Beigalda — Svignaskarði. Kostnaður kr. 6298.08. par eð búist er við, að ódýrari staurar fáist seinna, hefur í bráð að eins annar hver staui' verið settur ujip. Hinir verða settir þegar lína þessi á sín- um tíma verður framlengd upp Norðurárdal, og er ætlast til að hún verði síðar ný aðalsambandslína milli Reykjavíkur og Borðeyrar. 4. Nýjar stöðvar: Hraun í Fljótum. Beigaldi, Svignaskarð, Varmá i Mosfellssveit og Brekka í Mjóafirði, sem kcypt var af M j óaf j arðarhreppi. Niðurlagðar stöðvar: Lágafell í Mosfellssveit og Geitháls í Mosfellssveit. Tekið við Loftskeytastöðinni i Reykjavík. 4. Vitar. Á árinu 1918 voru 2 vitar reistir, á Akranesi og á G e r ð a t a n g a á Vatnsleysuströnd, og var jafnframt unnið að vitunum á Straumnesi og á Selvogstanga, auk nokkurra annara minni. þokulúðurstöðin á Dalatanga var full- gerð. Akranesvitinn. Vitabyggingin er 10 m. hár steinsteyptur turn; í ljóskerinu, sem er smíðað í Hafn. arsmiðju Reykjavikur og soðið saman átogent, cr Da- lén-ljóstæki frá Svcnska aktiebolaget Gasaccumulátor í Stokkhólmi, og 6 fl. Ijóskróna frá Chance Rrothers í Birmingham. Vitinn sýnir hvitt, rautt og grænt ljós, 2 blossa með stuttu millibili, þrisvar á mínútu. Sjónarvidd vitans er 14 sm. fyrir hvita ljósið. Vit- inn kostaði alls kr. 25030.86. Gerðatangavitinn. Vitabyggingin er 8 m. hár steinsteyptur turn, en ekkert nýtt ljósker er set't á vitann enn, heldur er notuð lukt, sem áður hefur verið notuð í sama stað. Byggingin kostaði alls kr. 8922.82. þokulúðursstöðin á Dalatanga, sem er lýst í Tímaritinu 1918, bls. 10—11, tók til starfa 15. júlí. Kostnaðurinn við stöðina sjálfa var alls kr. 46489.62, en við stækkun íbúðarhússins la*. 6974.37. S j ómerk i hafa verið sett upp nokkur á árinu (í Bæjarskeri við Stykkishólm, á Vopnafirði og bauja hefur verið lögð á Valhúsgrunn við Hafnarf jörð); kostnaðurinn við það — og viðhald eldri sjómerkja — nam kr. 3581.58. 5. Rafveitur. 1. H ú s a v í k (600 íbúar). í ágústmánuði 1918 var lokið við rafveitun?< á Ilúsavik (sjá Tímarit V. F. í. 1918, bls. 11). Aflið er tekið úr B ú ð a r á, sem renn- ur gegnum þorpið. 1 ánni er steinstcypt stífla og vatn- ið leitt þaðan fram á sjávarbakkann í lokaðri, niður- grafinni trjerennu, ca. 225 m. á lcngd. par er vatns- tökuþró 2x3 m. að ummáli og pípur úr járnbendri

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.