Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 7
TÍMARIT V. F. í. 1919 3 Mest er um það vert, að neyslustraumkerfið eða lágspennan sje hin sama, sökum liins mikla fjár, sem bundið er við það. ]?að vill svo vel til, að hæg- ast er að ákveða hentugustu spennu þar. pað er æskilegt, að hún sje sem hæst, þcss betur fullnægir hún neyslu vjcla, hita- og suðutækja. pað eru þá 220 Volta og 380 Volta ytri-spennur (eða þar um), sem um cr að velja. En 380 Volta spennan (og hærri sp.) eru ekki allskostar hættulausar. Er það næg á- stæða til að forðast hana. Enda hverfa menn slöð- ugt meira frá henni. Aftur á móti ryður 220 Volta spennan sjcr stöðugt lil rúms. Auk þess sem hún nægir til hitunar, dugar hún einnig til ljósa. pá verð- ur óþarfi að hafa miðþráð og þar með 127 Volta fasa- spennu. Við það verður leiðslukerfið óbrotnara og ódýrara. Samt hefur rcyndin orðið sú, að menn nota jöfnum höndum 4 og 3 þræði. Líklega mun best á því fara, að við notum 3 þræði alstaðar, en eigi 4, lijer á landi. Hvað háspennunni viðvíkur, er það ekki eins mikil- vægt að liafa sem fæstar. Ef mcnn rígbinda sig við •einhverjar of fáar háspennur getur leiðslukerfið orð- ið mun dýrara, en ef hentugasta spenna, sem við á það skiftið, er notuð, þá tapast það aftur, sem unnið væri með meiru samræmi. Aftur á móti er jafn illa farið, ef margar spennur eru notaðar, l. d. 5000 — 6000 — 7000 Volt jöfnum höhdum. ]?að verður ckki sagt ábyggilega, hverjar spennur eru henlugastar hjer á landi nema eftir frekari rann- sókn. Líklega mun þó hentugasta spennan liggja i kringum 7000 Volt, en þegar hærra þarf, þá að fara talsvert liærra. Lægsta háspenna mun vera hentug um 1500 Vol't. Sú spenna hefur þann kost, að óþarft -er að nota spennubreytivjelar við stærri mótora, er það oft mikill sparnaður. — Ekki skal lijer frekar farið út í þetta. Ef þessu er komið í viðunanlegt liorf, er mikið unnið, en þó ekki alt. ]?að eru enn eftir allar húsa- rafveitur og reynsluáhöld. Við getum vitað hvað reynst hefur best annarsstaðar á hverju sviði, tekið það upp, en meinað öðru að komast inn, eftir því sem unt er. ]?að er vel framkvæmanlegt að því er rafveiturnar snertir, og miklu má við hjálpa að þvi er heimilisáhöld snertir. Og það er næg ástæða til þess. Margt kemur fram á markaðinum scm ljelegt er eða ónýtt með öllu. Og ekkcrt er liægra en blekkja fólk á þeim hlutum. Og þar cð tækin eru tillölulega dýr, getur mikið fje farið forgörðum við það. Lje- legar rafveitur eru og hinn mesti gallagripur og stórhættulegar, en vel gerðar rafveitur gera rafmagn að hinu tryggasta afli, sem nótað er til sömu hluta. ]?að er því nauðsynlegt að liafa stranga umsjón með þessum hlulum. Hver stöð (eða bæjarfjelög) mun sjá sjer hag í því, að setja sínar eigin reglur fyrir rafveitunum og útbreiða þekkingu meðal almennings á neyslutækj- um þcim, er best eru. Og æskilegt væri að stöðvarn- ar liefðu tilraunastofu þar sem almenningur ætti kost á að fá prófuð áhöld ef æskt væri. þ>að væri hest að hinar sömu reglur giltu um land alt, og auk þcss eru ýmsar reglur sem æskilcgar væru, en sem stöðvarnar sjállar ekki liafa hag af að hafð- ar sjeu. En það eru ýmsar ákvarðanir gagnvart stöðv- unum sjáll'um. En nauðsynlegt er að reglur komi sem fyrst. pær reglur sem hcyra inn undir almenna lög- gjöf, ber löggjafarvaldinu um að sjá. En þær ástæð- ur, sem hjer er átt við, eru cnn víðtækari, t. d. á- kvæði um hentugastar spennur. Og söfnun og birt- ing rekstursskýrslna stöðva. En þar sem okkur vcrk- fræðingunum er i lófa lagið að stuðla að því, að þetta mál komist í viðunanlegt liorf, þætti mjcr það vel til fallið, að Verkfræðingafjelag íslands sæi um að ýmsum aðalákvæðum væri komið á, þar til opin- ber stofnun, sem koma verður, er rafneysla útbreið- ist, tekur við. Jeg skal að lokum geta þess, að þetta mál, sem hjer er um talað, hefur mjög verið á dagskrá meðal allra þeirra þjóða, sem rafvcitur hafa; og talað var um alþjóðareglur fyrir ófriðinn. Enn er málið skamt á veg komið, cn víst er um það, að stöðugt koma fleiri og strangari skorður, og eru þó víða miklu meiri örðugleikar við að striða, en við þurfum að óttast ef farið er að með forsjá. Yfirlit yfir helstu mannvirki á íslandi 1918. 1. Vegir og brýr. Unnið hefur verið að framhaldslagningu þessara akbrauta: Grímsnesbrautar, Stykkis- hólmsvegar, Norðurárdalsvegar í Rorgarfirði, Langadalsvegar í Húnavatns- sýslu og Hróarstunguvegar i Norður-Múla- sýslu. Ilafa verið fullgcrðir samtals 9 km., er hafa kostað um 65 þús. kr. Til viðlialds landssjóðsvega og lagningar smákafla hingað og þangað hefur verið varið um 80 þús. kr.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.