Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.03.1919, Blaðsíða 15
TÍMARIT V. F. í. 1919 11 Öll skipaeign Dana: i/j 1914 var 1950 skip er báru 870,000 smál. br., en i«/„ 1918 — 1663 — — — 720,000 — „ Síðasta talan er nokkru stærri, en norska vátrygg- ingafjclagið hefur komist að, en mismunurinn getur vcl stafað af því, að þeir telji ekki skip sem minni eru en 100 smál. og á öðrum staðnum er miðað við „brúttó“-, en á hinum við „nettó“-smálestafjölda. (Tidsskrift for Industri.) Stærsta grafitnáma á Norðurlöndum. í Berttulasókn i Tyrvishjeraði i Finnlandi hafa nú að undanförnu verið rannsakaðar nýjar grafitnám- ur. Landeigandinn W. Selander búfræðingur hefir fengið til þess sjerfræðinga og liafa rannsóknir þcirra leitt það í ljós, að þarna munu vera stærstu grafit- námur á Norðurlöndum. Grafitið er þarna sumstað- ar hreint, á öðrum stöðum blandað grjóti. Nú er svo langt komið, að hlutafjelag er stofnað til að vinna námuna og er hlutafjeð margar miljónir marka. Vjelarnar, er nota á, eru pantaðar frá þýskalandi og verða þær knúðar með rafmagni. Grafilmölunar- kvörnin verður hjá Karkku-járnbrautarstöð. (Tekn. Fören. i Finl. Förhandl.) Nobelsverðlaun fyrir eðlisfræði. Eðlisfræðisverðlaun Nobcls fyrir síðastliðið ár voru veitt C. G. B a r k 1 a prófessor við liáskólann í Edinborg. Var það fyrir notkun hans á svo kölluðum afbrigðilegum Röntgensgeislum. Notkun þeirra liefur þegar borið mjög góðan árangur. það er þeim að þakka að nýjar og sjerstaklega hagkvæmar aðferðir liafa nú fundist, til að rannsaka innviði efnis- kendra hluta. Charles Glover Barkla fæddist í Liver- pool 1877. Hann stundaði nám við háskólann þar í borginni, en var einnig tíður 'gestur í „Trinity and Kings College“ í Cambridge. Hann varð forstöðu- maður efnarannsóknarstofu og aðstoðarkennari í eðlisfræði við háskólann í Liverpool 1905, dósent í rafmagnsfræði við sama skóla 1907, prófessor i eðl- isfræði við Lundúnaháskóla 1909 og prófessor í „natural philosophy“ við háskólann i Edinborg árið 1913. (Tekn. För-en. i Finl. Förhandl.) Fossakaup finsku stjórnarinnar. Ríkisráðið finska hefur nýlega keyjd fossana Taivalkoski og Narkauskoski í Kemiálv og Kukkolan- koski i Torneálv. Kaupverðið er nokkuð undir 10 milj. marka. Samanlagt afl fossanna hefur mælst vera 41.000 hestöfl, eins og fossarnir eru nú frá nátt- úrunnar hendi og miðað við minsta vatnsmagn ánna. Lágmarksvatnsaflið i 9 manuði ársins er samkvæmt nákvæmlega teknu mánaðamcðaltali á árunum 1911 —1918, samtals 79 þúsundir hestafla. Áætlanir hafa þegar verið gerðar um aflstöðvar við Narkauskoski. Samkvæmt þeim má taka til notkun- ar 25,000 hestöfl á túrbínuna, en það er álitið að alls megi ná 50.000 hestöflum úr fossunum. Ríkisþingið hefur einnig vcitt 56 þúsundir marka, til að kaupa nokkur fossarjettindi í Uleálv. (Tekn. Fören. i Finl. Förhandl.) Innlend tíðindi. Fundahöld. 4 9. fundur fjelagsins var lialdinn 29. jan. 1919 á vilamálaskrifst. Guðni." Hliðclal flutti erindi um „köfnunarefnisiðnað“, sem birt- ur verður í naista hefti. Yar fossanefndinni boðið á fnnd þenna. Siðar á fundinum var rœtt erindi frá Guðm. Hlíðdal um reglur og' eftirlit með rafveitum og kosin nefud í málið: Guðm. Hlíð- dnl, Jón Þorláksson,-Paul Smith. 5 0. f u n d u r — a ð a 1 f u n d u r 'fjelagsins var lialdinn 26. febrúar 1919 á Ingólfslivoli. Fundarstjórí var kosinn Jón Þor- léksson. 1. Formaður gaf skýrslu um störf fjelsgsins 1918. Fjelagar voru orðnir 17; höfðu tveir nýir bœtst við á árinu, auk eins sem flutst hafði heim aftur og gengið i fjelagið á ný. 5 fyrirlestrar höfðu verið fluttir í fjelaginu á árinu Af timaritinu höfðu verið gefin út 4 heíti með snmtals 56 bls. af tesmáii, ásamt 4 bl, af uppdráttum. Fastir ákrif- endur voru nær 300, og mikið hafði sclst af eldri árgang- um, enda sum hefti nú nær ulveg útseld. Erlend tiraarit höfðu verið borin milli manna eins og áður. Fjelagið bal'ði með styrk úr landssjóði haldið námskeið fyrir mælingamenn í Reykjavik 24. april tií júnímánaðarloka. Á áiinu nndaðist próf. Jón Kristjánsson, sem verið hafði formaður gerðardóms fjelagsins; í hans stnð tók Rlemens Jónsson f. landrituri slarfa þenna að sjer. Eilt mál var ný-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.