Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 4
26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ samvizkusöm, að ekki varð á betra kosið, auk þessa hafði hún tileinkað sér rólyndi, jafnlyndi og prúða framkomu, svo mikils mátti af henni vænta í lífsstarfi, ef heilsa henn- ar hefði verið góð, en því láni átti hún ekki að fagna. Hún var heilsuveil alla ævi, og naut sín því miður en skyldi. — Þrátt fyrir þetta varð þó starfsdagur hennar ágætur og furðanlega langur, þegar miðað er við hin erfiðu kjör vanheilsunnar. Anna starfaði fyrst á Vesturlandi og síðustu 20 árin í Gerðum í Garði, eða alls um 30 ár. Rækti hún starf sitt með snilld og prýði, allt til þess að hún varð að fara á sjúkrahús og heyja sitt hinzta stríð. Hún var ágætur félagi starfssystra sinna í Ljósmæðra- félagi Islands og bar allsstaðar hreinan og fagran skjöld, hvar sem leið hennar lá í lífi og starfi. Blessuð sé minning hennar. Stéttarsystir. Rauðir hundar um meðgöngutimann Eftir Med. lic. Anders Hagströmcr. (Frá Sachaska barnsjukhuset, Stokkhólmi). Rauðir hundar hafa almennt verið álitnir tiltölulega meinlausir og lausir við alla fylgikvilla. Einstöku sinnum getur þó fylgt þeim lungnabólga og lítilfjörlegur þroti í liðamótum. Á síðustu árum hafa þó verið gerðar athuganir, sem

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.