Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 10
32 LJÓSMÆÐR ABL AÐIÐ Nokkrum vikum eftir heimkomuna skrifar hún sænsk- um Ijósmæðrum bréf ( á síðastl. ári), þar sem hún lýsir ánægju sinni yfir að hafa notið leiðsagnar yfirljósmóður- innar á Södersjukhuset í Stokkhólmi, bæði þar á fæðing- ardeildinni og víðar, auk þess sem hún rómar mjög gest- risnina, sem hún varð aðnjótandi hvarvetna á ferðalag- inu og hún kveður hafa komið í góðar þarfir, vegna þess að henni tókst ekki að afla sér neins gjaldeyris til farar- innar í heimalandi sínu, sem átti við f járhagsörðugleika að etja eftir hörmungar styrjaldarinnar. Allt þetta þakk- ar hún með mörgum fögrum orðum og heldur svo áfram á þessa leið: ,,Ég ætla nú að skýra ykkur frá, hvernig málum hollenzkra ljósmæðra er háttað. Við höfum þrjá ljósmæðraskóla í Hollandi, skóla, sem rekinn er á kostnað ríkisins, í Rotterdam, annan, sem er einkafyrirtæki, í Am- sterdam, og þann þriðja, sem er rómversk-katólskur, í Heerlen. Undirbúningsmenntun er sú sama fyrir alla skól- ana. Venjulega hafa nemendurnir ekki hjúkrunarkvenna- próf, þó kemur það stundum fyrir. Námstíminn er 3 ár, fyrir hjúkrunarkonur er hann þó aðeins 2 ár. Ég held, að bóklega námið sé meira hjá okkur en í Svíþjóð, við höf- um próf í bóklegum fræðum eftir 2 ár og í lok þriðja árs- ins verklegt próf. Prófnefnd, skipuð læknum frá öllum þrem skólunum, prófar og útskrifar allar ljósmæður í landinu. Ljósmæðranemarnir fá námsstyrk frá ríkinu. Hollenzku ljósmæðurnar hafa ekki leyfi til að sauma spangarsprungur eða taka barn með töngum. Hjá okkur taka Ijósmæðurnar á móti um það bil helmingi þeirra barna, sem í landinu fæðast, hinn helmingurinn fellur í hlut læknanna. Orsökin er sú, að vel efnaðar mæður, sem sjálfar greiða fæðingarkostnaðinn, kjósa sér oftast lækni til hjálpar, helzt sérfræðing, svo að sængurkonur ljósmæðr- anna eru alloftast fátækar, en auðvitað myndast vegna þessa keppni milli lækna og Ijósmæðra, sem er í senn óheppileg og leiðinleg. Við reynum að gera almenningi

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.