Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 6
28
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
hverjum 100 voru börn mæðra, sem fengið höfðu rauða
hunda fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar, gat varla ver-
ið um hreina tilviljun að ræða. Ef rauðir hundar ættu
enga sök á þessu, ættu vansköpuð börn ekki frekar að
fæðast af konum, sem veikjast fyrstu mánuðina en hin-
um, sem sýkjast síðar á meðgöngutímanum.
Ekki er ennþá hægt að segja, að fullar sannanir séu
fengnar fyrir því, að samband sé á milli rauðra hunda og
vanskapaðra barna, en miklar líkur eru þó fyrir því, að
um slíkt samband sé að ræða. Auk þess er það rökrétt
ályktun. Talið er, að rauðir hundar stafi af virus. Kunnugt
er, að virus, sem annars er erfitt að rækta á venjulegan
hátt, vex mjög vel í fósturvefjum. Ennfremur vita menn
nú, út frá þeirri þekkingu, sem fengin er um myndun
fóstursins, að þau líffæri þess, sem verða fyrir skemmdum
við rauða hunda, eru einmitt þau líffæri, sem þroskast
fyrstu þrjá mánuðina.
Eftir þeim skýrslum, sem nú þegar liggja fyrir (þar
af eru tvö tilfelli frá Svíþjóð og sex frá hinum Norður-
löndunum), ætti að mega búast við einhverjum þessara
einkenna hjá börnum þeirra kvenna, sem sýkjast af rauð-
um hundum um meðgöngutímann: Lítil fæðingarþyngd,
meðfæddur hjartagalli, meðfætt heyrnarleysi og andleg-
ur vanþroski.
Ef frekari rannsóknir eiga eftir að staðfesta þá kenn-
ingu, að rauðir hundar í byrjun meðgöngunnar hafi svona
örlagaríkar afleiðingar, kemur blátt áfram til álita, hvort
ekki sé rétt að losa þessar konur við fóstrið. Þetta er þó
ekki heimilt lögum samkvæmt í sjálfu sér. Þar segir, að
binda megi endi á meðgönguna, ef gera megi ráð fyrir
að barnið fæðist með alvarlegan arfgengan (auðk. af höf.)
sjúkdóm eða líkamslýsi. Ef til vill mætti ,,arfgengur“
falla burtu?
Betri lausn væri þó, ef takast mætti að gera allar kon-
ur ónæmar fyrir rauðum hundum áður en þær eru af