Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 12
34
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Námstími ljósmæðra er þrjú ár. Fyrst læra þær hjúkr-
un á sjúkrahúsi á 1 ár og eru að því loknu 2 ár á ljós-
mæðraskóla. Þær mega ekki nota tengur eða önnur lækna-
áhöld, en hafa aftur á móti leyfi til að gera vendingu á
barni, losa fasta fylgju og því um líkt. Hríðameðul mega
þær ekki nota upp á eigin spýtur. — Þær geta sjálfar
starfrækt fæðingarheimili og eru einráðar um, hvort þær
hafa lækni sér til aðstoðar við fæðingarnar, og það, þótt
um langar og erfiðar fæðingar sé að ræða. Eftirlit með
heimilum þessum er lítið og óviðunandi.
Læknarnir njóta oftast ónógrar kennslu í fæðingar-
hjálp. Flestir þeirra hafa t. d. aldrei fengið að taka barn
með töng, meðan á náminu stendur og eru því ekki upp
á marga fiska, þegar þeir neyðast til að grípa til hennar
í fyrsta sinn við barnsburð, enda ekki óalgengt, að þeir
sendi konur á spítala, þar sem tangarhjálp er í vændum.
Hvað ljósmæðurnar snertir, er þar auðvitað misjafn
sauður í mörgu fé. Sumar þeirra, einkum þær, sem orðn-
ar eru aldurhnignar, fylgja úreltum aðferðum í öllu er að
sótthreinsun lýtur og ráðast í aðgerðir, sem eru fyrir
utan þeirra verkahring. Auðvitað hafa þær oft þá afsök-
um, að þær eiga ekki völ á öðru en ungum og óreyndum
læknum og finna, að þær geta sjálfar eins vel — eða
betur — ráðið úr vandanum. Auk þess hafa læknarnir svo
margvíslegum störfum að gegna, að þeir hafa ekki tíma
til að ferðast langar leiðir og bíða hálf eða heil dægur
eftir barnsfæðingu. Þetta er þó viðsjárvert ástand, sem
brýna nauðsyn ber til, að ráðin verði bót á.
Nefnd var skipuð til að íhuga, hvernig helzt yrði bætt
úr því, er miður þótti fara í málefnum ljósmæðranna og
öllu, er að fæðingarhjálp lýtur. Nefndin mælti með því, að
sett verði á stofn sjúkrahús, þar sem þeirra er þörf með
kvensjúkdóma- og fæðingardeildum undir yfirstjórn sér-
fræðinga í þessum greinum. I sambandi við þau séu m. a.
starfræktar heilsuverndarstöðvar fyrir barnshafandi kon-