Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 11
LJÓSM/EÐRABLAÐIÐ 33 ljóst, að ljósmæðurnar njóta mjög góðrar menntunar, að þær hafi alltaf nógan tíma til að sinna störfum sínum og að þær snerti ekki, eins og læknarnir, við ígerðum og óhreinum sárum. Einnig vinnum við af kappi að því að fá leyfi til þess að sauma sjálfar litlar spangarsprungur, svo að sjúkling- ar okkar þurfi ekki að bíða heila daga eftir lækninum, sem kallaður er „til þess að ráða bót á skyssum Ijósmæðr- anna“, eins og við heyrum oft að orði kveðið. Ykkur þykir að líkindum einnig fróðlegt að heyra, að það er mjög sjaldgæft, að konur séu deyfðar hér það er ólíkt því, sem á sér stað í Svíþjóð, þar sem hláturgas er notað við flestar fæðingar. Ég er ánægð yfir öllu, sem ég fékk að sjá og læra í landinu ykkar, en ég held, að við gætum einnig sýnt ykkur ýmislegt, eins og t. d. það, hvernig mæðrunum er hjúkrað í sængurlegunni af sérmenntuðum hjúkrunarkonum, sem einnig hjálpa til við heimilisstörfin, ef þörf krefur. Frakkland. í París var fyrir skömmu haldið mót sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Var eitt aðalumræðu- efni fundarins kjör og kunnátta ljósmæðra í Frakklandi yfirleitt, ásamt öllu því, er snertir fæðingarhjálp og hjúkr- un sængurkvenna í landinu. í París og öðrum stórborgum landsins er sú hjálp og hjúkrun, sem sængurkonur eiga kost á, í góðu lagi og jafnvel óaðfinnanleg. Þar er nóg af sérfræðingum og fæð- ingarstofnunum. 1 bæjum, sveitum og þorpum er ástandið lakara og oft lítt viðunandi. Sjúkrahúsin eru lítil og ónóg enda varla nothæf fyrir sængurkonur og þó einkum ef um erfiðar fæðingar er að ræða. Allflestar konur ala því börn sín heima, svo að geta má nærri, að mikið er undir dugnaði ljósmæðranna komið.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.