Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐR ABL AÐIÐ 31 var ekki um annað að gera en nota ferjuna, eða fara yfir fljótið á hesti. Kristlaug tók þann kostinn að róa yfir fljótið. Hratt hún bátnum á flot og réri ein yfir, og tókst það giftusam- lega, þrátt fyrir hvassviðrið og nokkurn voxt í fljótinu. Má það teljast þrekvirki af konu, því að mikinn kjark og áræði hefur þurft til. Kristlaug komst síðan að Engidal og gekk fæðingin að óskum. Barnið fæddist aðeins hálfri stundu eftir komu ljósmóðurinnar, svo að ekki hefir miklu mátt muna, að hún næði í tæka tíð. Kristlaug Tryggvadóttir ljósmóðir er 48 að aldri. Hún er frábær myndarkona, örugg, kjarkmikil og úrræðagóð. Þegar hún hefir þurft að fara til sængurkvenna í dalnum að undanförnu, hefir bóndi hennar og börn orðið að búa ein, þar sem stúlku hefir ekki verið hægt að fá. Þetta dæmi er talandi tákn erfiðleikanna, sem margt sveitafólk á við að búa vegna fólksfæðar og samgöngu- leysis, en jafnframt órækt vitni um hetjuskap og þraut- seigju, sem býr með fólkinu í byggðum landsins, jafnt konum sem körlum. Frá námi og starfi Ijósmœðra. Holland. Yfirljósmóðirin við fæðingardeildina í Rotterdam, Annie G. de Hondt, tók sér ferð á hendur til Danmerkur og Sví- þjóðar til þess að kynnast námi og starfi ljósmæðra í þess- um löndum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.