Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 8
30
LJÖSMÆÐRABLAÐIÐ
Fágœtt þrekvirki
tjósmóðurinnar í Bárðardal.
[Grein þessi, sem hér er nokkuð stytt, birtist í „Tímanum" 30. apríl
s.l., og um líkt leyti var þessa atburðar einnig getið í útvarpinu.
Þar sem telja má fullvíst, að þessi saga rifji upp fyrir sumum les-
endum Ljósmæðrablaðsins, einkum eldri ljósmæðrum, ýmis atvik úr
þeirra eigin starfi og svaðilförum, er þeirri áskorun hér með beint
til allra ljósmæðra, sem slíkar endurminningar eiga, að færa þær í
letur og senda Ljósmæðrablaðinu til birtingar sem allra fyrst].
Ljósmóðirin í Bárðardal, Kristlaug Tryggvadóttir, býr
á Halldórsstöðum, sem er næstfremsti bærinn í dalnum
að vestanverðu við Skjálfandafljót. Er þar höfð bátferja
á fljótinu, og er báturinn að vestan. Fljótið er þó allbreitt
þarna og nokkuð straumhart, svo að töluverðan knáleik
þarf til að róa þar yfir án þess mikið hreki af leið, en það
getur verið hættulegt, þar sem þrengsli og flúðir eru í
fljótinu eigi alllangt neðar. Skammt neðan við ferjustaðinn
er allmikill strengur, sem lífshætta er að lenda í, og má
lítið hrekja til þess, að svo geti farið.
Hinn 15. apríl bar svo við, að konan í Engidal, Sigur-
drifa Tryggvadóttir, tók léttasótt, og var þegar farið að
vitja ljósmóður eins og lög gera ráð fyrir. Engidalur er
austan Skjálfandafljóts, nokkuð uppi á heiðinni. Sími er
á öllum bæjum í Bárðardal, og var þegar símað til Krist-
laugar ljósmóður á Halldórsstöðum, og hún beðin að koma
á móti til þess að flýta fyrir. Á Halldórsstöðum búa þau
hjónin Kristlaug og maður hennar ein með barnahóp. Bónd-
inn var ekki staddur heima við, og varð ljósmóðirin því að
fara frá börnum sínum, en sum þeirra eru stálpuð. Ofsarok
var þennan dag, og þar sem engin brú er þarna á fljótinu,