Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐR ABL AÐIÐ
29
æskuskeiði. Þær konur, sem einu sinni hafa fengið rauða
hunda, eru ónæmar fyrir þeim ævilangt og þurfa því ekk-
ert að óttast. Hinar ætti að mega gera ónæmar með al-
mennri bólusetningu í skólunum, ef hægt væri að finna
hagkvæma og örugga aðferð til þess.
Eins og nú' standa sakir, er þýðingarmikið, að allar
konur, sem sýkjast af hitasótt með útþotum á hörundi
fyrstu mánuði meðgöngunnar, leiti til læknis, svo hægt
sé að greina sjúkdóminn. Auðvitað má þó ekki gera kon-
una hrædda með því að segja henni allt, sem læknirinn
kann að vita um sambandið milli rauðra hunda og van-
skapaðra barna.
I þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast lauslega
á helztu sjúdómseinkenni rauðu hundanna. Meðgöngutími
veikinnar er 2—3 vikur. Fyrirvaralaust og svo að segja
samtímis fer að bera á kvefi, hósta, lágum sótthita og
útþotum á hörundinu. Það eru ljósrauðir kringlóttir eða
aflangir flekkir, meira eða minna upphleyptir, á stærð
við títuprjónshöfuð eða baun og sitja í andliti, bol og
útlimum. Blettirnir eru vanalega aðgreindir hver frá öðr-
um, en geta þó runnið saman, einkum í andliti, svo að
sjúklingurinn er eins og veðurbarinn. Eigi maður að vera
viss um, að um rauða hunda sé að ræða, verður enn eitt
sérkenni sjúkdómsins að koma í ljós, en það eru bólgnir
eitlar í hnakka og aftan við eyrun. Veikin varir stutt.
Eftir 3 daga iækkar hitinn og útþotin hverfa.
Þýtt úr ,,Jodremoderen“ af Jóni Nikulássyni lœkni.