Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Side 4
38
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Með því að athuga manntöl, og þó sérstaklega fæðinga-
skrár nemenda í daufdumbraskólum í Ástralíu, komst
Lancaster (5) að því, að mun fleiri börn, síðar skráð
daufdumb, höfðu fæðzt í lok fyrri rauðhunda-faraldra en
annars var títt. Hins sama mátti og siá merki á Nýia-
Sjálandi(7).
En af sams konar upplýsingum, sem Lancaster(6) afl-
aði sér frá fjölmörgum öðrum löndum, varð hann hvergi
var slíkra „faraldra" að meðfæddu heymarleysi nema á
Jslandi. Þar höfðu á tímabilinu 1935—1947 fæðzt 24 börn,
er síðar voru vistuð í Málleysingjaskólanum, en af þeim
voru 10 fædd á einu og sama ári, 1941 — síðara ári far-
aldursins mikla, sem hófst 1940. Var þetta eini stórfarald-
urinn af rauðum hundum á tímabilinu, en ekkert hinna
áranna höfðu fæðzt fleiri en tvö börn, er síðar reyndust
heyrnarlaus.
Þessar upplýsingar voru fengnar hjá þáverandi land-
lækni, Vilmundi Jónssyni, og var þeirra getið í Læknablað-
inu fyrir nokkrum ámm(8). Næst gekk svo stórfaraldur
íauðra hunda 1954—1955, og er vitað um 8 daufdumb
börn, sem fæddust 1955.
Að áeggjan Vilmundar landlæknis var nú ráðizt í að
athuga þetta nánara, m. a. með tilliti til fyrri faraldra, og
var jafnframt lögð áherzla á að greina milli meðfædds
heyrnarleysis og áunnins, eftir því sem unnt reyndist.
Kennsla daufdumbra á vegum hins opinbera mun hafa
hafizt 1868. Önnuðust hana þar til ráðnir prestar (þó
varla óslitið) fram til 1909, en þá fluttist kennslan til
Reykjavíkur, er Daufdumbraskólinn (síðar Málleysingja-
skólinn) var stofnaður(4). Má ætla, að síðan hafi skólinn
haft afskipti af öllum daufdumbum börnum, hvaðanæva
af landinu, sem náð hafa skólaaldri, enda eru þau skóla-
skyld þar.
Skólastjóri Málleysingjaskólans, Brandur Jónsson,
leyfði góðfúslega afnot af gögnum skólans um nemendur,