Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 39 en þau náðu þó aðeins til þeirra, sem fæddir voru 1927 og síðar, og hefur ekki tekizt að hafa upp á eldri skjölum skólans. Um eldri nemendur var þá leitað upplýsinga í skjölum Stjói narráðsins viðkomandi Málleysingjaskólanum (um- sóknir um skólavist eða undanþágu ársskýrslur o. fl.) og hliðsjón höfð af manntölum. Varð ekki annað séð en náðst hefði þannig til allra hinna eldri nemenda, þótt ekki verði íullyrt, að svo hafi verið. Um nokkurt skeið voru allmargir fávitar eða vangefin hörn vistuð í skólanum, og einnig nutu málhaltir kennslu þar, þótt ekki væru í heimavist. Var yfirleitt litlum vand- kvæðum bundið að greina þessi börn frá hinum daufdumbu. Elzti nemandinn í skólanum 1909 var fæddur 1887. Alls voru 10 daufdumbir fæddir á árunum 1887—1897, einn hvert áranna fram til 1892, og var sennilega um ættgengi að ræða hjá einum þeirra (f. 1891). Tveir voru fæddir 1894, — en annar hafði misst heyrn á 9. ári —, og einn hvort áranna 1896 og 1897. En næstu 3 árin, 1898—1900, eru fæðingarár 8 dauf- c'umbra og koma 2, 3 og 3 á hvert ár. Ekki verður þetta sett í samband við rauðhunda-faraldur, því að á þessum árum voru aðeins skráðir 11 sjúklingar 1898 og 3 árið 1900. Þykir líklegt, að nokkrir úr þessum hóp hafi tapað heyrninni á barnsaldri, þó að ekki væri upplýst um það. Öljós frásögn gat bent til, að svo hefði verið um konu fædda 1900. Hún eignaðist þó heyrnarlaus börn og barna- barn, en maður hennar var einnig daufdumbur (f. 1891, sbr. síðar). Taflan sýnir svo árlegan fjölda skráðra rauðhunda- sjúklinga á tímabilinu 1901—1955 og enn fremur, hve margir hinna daufdumbu hafa fæðzt hvert ár. Eru þar taldir sér þeir, sem reyndust vera í nánum ættartengslum við aðra daufdumba (A), og í öðru lagi þeir, sem upp- lýst var um að hefðu misst heyrn á barnsaldri, en ekki

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.