Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
43
þá hafði ekki tekizt að afla nægra upplýsinga um konur,
sem eins var ástatt um, en ólu þó heilbrigð börn, enda þykir
nú sýnt, að þetta mat sé mjög fjarri sanni.
Ef kunnugt væri um fjölda og aldur kvenna, sem fengu
rauða hunda í faröldrunum 1940—1941 og 1954—1955,
mætti, með hliðsjón af fæðingarskýrslum, fara nærri um
það, hve margar þeirra hefðu verið þungaðar, er þær tóku
veikina, en þó ekki komnar lengra á leið en þrjá mánuði.
Hefur verið áætlað, að svo hefði verið ástatt um 110 kon-
ur 1940—1941 og 167 1954—1955, — ef skráning hefði
aðeins náð til einnar konu af hverjum 10, sem fengu rauða
hunda(9) — og hefði áhættan samkvæmt því reiknazt
5,5% fyrra skiptið og 5,8% hið síðara, en þá hefur verið
gert fyrir því, að leyfi til fóstureyðingar var veitt 28 kon-
um, er fengu rauða hunda 1954—1955.
Nú kann það að virðast ósennilegt, að vanhöld séu svo
mikil, að ekki komist nema tíundi hver rauðhunda-sjúkl-
ingur á skrá. En þegar Asíu-inflúenzan gekk í Reykjavík
1957, bentu lauslegar athuganir til þess, að skráning
hefði aðeins náð til eins sjúklings af hverjum sjö eða
átta(10), og var þó talsvert veður gert af þessum faraldri,
svo að nokkurn ugg vakti með mörgum. Þykir næsta ólík-
legt, að skráning rauðra hunda gerist fyllri en þetta, en
meiri líkur til hins gagnstæða.
Sé nú samt sem áður gert ráð fyrir, að fimmti hver
sjúklingur hafi komið á skrá, mundi áhættutalan reiknast
11% 1940—1941, en rúmlega 14% 1954—1955, er tekið
hefur verið tillit til fóstureyðinga sem fyrr. Að munurinn
verður hér miklu meiri en áður kom fram, mætti sýnast
bending um, að það hafi verið nær hinu rétta, er miðað
var við að tíundi hver sjúklingur hafi verið skráður, þótt
út af fyrir sig hafi þetta ekki mikið sönnunargildi.
Ef áhættan hefði verið svipuð og skráning sambærileg,
er fyrri faraldrar gengu, hefði mátt búast við tveimur
heyrnarleysingjum eftir faraldurinn 1915—1916 og ein-