Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 16
50 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ er góður árangur miðað við það sem venjulegt er hérlend- is (Svíþjóð um 3%). Fœðing fyrir tímann. Það er mjög erfitt að áætla hve mörg börn fæðast ófullburða þarna, þar sem ekkert er vitað um hve mikið börnin vógu við fæðingu. Það eina sem vitað er, er hvort börnin fæddust á 7—8 mánuði meðgöngutímans eða 9— 10. Eftir okkar mælikvarða getur því ekki verið um ófull- burða börn að ræða, sem fædd eru á 9—10 mánuði með- göngutímans. Margfalt fleiri börn virðast því fæðast ó- fullburða hér í landi og ætti það að sjást á dánartölu kornabarna. En þar sem lífsskilyrði eru mjög frumstæð í Marocko er vart hugsanlegt að ófullburða barn geti lifað þar nema stuttan tíma, og sést það einnig á því sem hér fer á eftir. Talið er í töflu 2 að 13 börn hafi fæðast á 7—8 mánuði meðgöngutímans og verður sennilega að telja þau ófull- burða. Dánartala þessara barna er einnig mjög há — 9 þeirra hafa fæðst andvana og af þeim f jórum sem eru lif- andi fædd dó eitt á fyrstu viku. Hin börnin, sem talin eru íædd fyrir tímann geta að sjálfsögðu hafa verið fullburða, en þá ætti tala barna fæddra fyrir tímann að lækka, og er það vart hugsanlegt þar sem tekið er tillit til syfilistil- fella sem oft hafa ekki fengið neina læknismeðferð. Tala barna fæddra fyrir tímann hjá þessum konum í Marocko ætti því að vera um 1.7% og er það mjög athygl- isvert þar sem sambærileg sænsk tala er 4.9%. Pre-eclampsi (krampi vegna barnsfaraeitrana). 131 kona voru athugaðar með tilliti til eggjahvítu í þvagi íalbuminuri), hækkaðs blóðþrýstings (hypertoni), bjúgs (ödem) og krampa (pre-eclampsi). Þetta er að sjálfsögðu alltof fámennur hópur til þess að semja skýrslur um krampatilfelli hjá konum í Maroco, en samt getur verið fróðlegt að athuga þennan flokk. Meira en helmingur

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.