Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 18
52 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ á árinu 1960—61 hjá konum þeim, er fæddu á Central- lasarettet i Söderttálje í Svíþjóð. Tafla 4. Eitranir í % (tala kvenna 1960: 788, 1961: 1.045). jan-mars apríl-júní júlí-sept. okt.-des. 1960 4.8 5.7 4.3 4.1 1961 6.2 6.5 4.2 3.7 Sá mismunur, er hér kemur í ljós, á sennilega rætur sínar að rekja til mataræðis. Læknir einn í Maraco sagði mér að greinileg aukning á þessum eitrunum væri eftir föstumánuðinn Rhamadan. Ef til vill er skýringin sú, að jafnvel fátækir múhamedstrúarmenn lifa þá í óhófi í mat og drykk nokkurn tíma. Þegar alls er gætt virðast frumstæðar konur fæða börn sín á mun auðveldari hátt og á styttri tíma en konan í menningarþjóðfélaginu. Við svokallaðar „menningarfæð- ingar“ er konan hrædd og spennt og þessvegna verður fæðingin langdregin og kvalafull, en einnig er hugsanlegt að annað komi þar til sögu svo sem líkamsstelling kon- unnar. Flestar frumstæðar konur sitja, þegar komið er að fæðingu, en við látum konur undantekningalítið liggja á bakinu. Frumstætt fólk hefur orðið að haga sér sam- kvæmt lögmálum náttúrunnar frá alda öðli, og fæðandi konur eru engin undantekning frá þeirri reglu. Reynslan virðist hafa kennt henni að setstelling eða jafnvel staða, sé heppilegri við fæðingu heldur en að liggja á bakinu. Þótt ef til vill verði ekki reynt að láta konur setjast aftur í fæðingarstóla mætti þó gera tilraun til að láta þær sitja uppi í rúminu, a. m. k. að nokkru leyti, er fæðingu ber að. Þýtt og stytt. J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.