Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 20

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 20
54 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ rafhjálpartæki og hentugri skólun heymarveilla, hefur stuðlað að því að margir sem ekki heyra mælt mál sér til gagns geta nú lifað eðlilegu lífi með þeim sem hafa fulla heyrn. En umfram allt má barnið ekki missa af dýrmæt- um, tíma. Meðferð, og sjúkdómurinn athugaður í tíma. Það virðist sjálfsagt að láta barnið fá heyrnartæki eins fljótt og unnt er. Þegar börn heyra hljóð illa, missa þau áhugann á að hlusta, og þau venjast blátt áfram af því. Það hefur komið í ljós að margar ,,heyrnarlausar“ manneskjur hafa leyfar af heym, sem hefði mátt þroska og nýta með heyrnaræfingum og tækjum í frumbernsku. Mjög heyrnarlítil börn geta að vissu marki aflað sér skilnings á máli, ef talað er hátt við þau alveg við eyrað, og þau geta einnig lært að lesa af vörum manna. En ef þau eiga að geta náð valdi yfir sinni eigin raust og geta talað eðlilega, verður að efla tal þeirra sjálfra. Það eru örfá börn, sem eru alveg heyrnarlaus. Flest hafa heyrnarvott, sem nýta má upp að vissu marki. Það eru þó til margar tegundir af heyrnarleysi. Þótt hljóðið sé hækkað eftir því sem unnt er, næst sjaldan sá hljómur, sem fullkomlega eðlilegur má teljast. Aukinn styrkleiki hljóðsins mun í sumum tilfellum aðeins skapa vissa hug- mynd um röddina, en tal verður að læra með sérstökum aðferðum. Stöku sinnum er heyrnarleysið bundið öðrum veikleika hjá barninu. Ef orsakir heyrnarleysis eru af völdum sjúkdóma eða sköddunar í fæðingu getur talhæfni einnig verið ónóg. Kennsla barna með mjög takmarkaða heyrn. Það hefur sýnt sig að sum börn, sem heyra mjög illa, en hafa fengið aðstoð nýtísku hjálpartækja og heppilegar leiðbeiningar, hafa getað stundað skólanám til jafns við börn, sem hafa fulla heyrn, í venjulegum skólum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.