Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Síða 23
LJÓSMÆÐRABLABBD
57
þroskast að staðaldri, eyðast og nýjar frumur koma í stað
þeirra. „Ónýtu“ frumurnar má síðan finna í slími eða
vökva holanna. Krabbaæxli, sem tekur að vaxa í slím-
himnum holanna, orsakar frá byrjun fjölgun dauðra
fruma, munurinn er aðeins sá að þar falla til fleiri ónýtar
frumur en í heilbrigðum vef af sömu stærð.
Sjúki vefurinn þróast hraðar og gefur þessvegna fyrr
írá sér sjúkar frumur. Þessar krabbafrumur má síðan
finna í vökva þeim, sem er í holunum.
Þessi staðreynd er síðan notuð við rannsóknir og þá
einkum á móðurlífskrabba. Slím eða vökvi er síðan athug-
að í smásjá og sjást þá krabbafrumurnar. Þannig má
greina sjúkdóminn á byrjunarstigi.
Að lokum skal vakin athygli á nokkrum hættumerkj-
um, sem bent geta til að um krabbamein sé að ræða:
1. Sérhvert sár, sem ekki grær.
2. Óvenjulegar blæðingar eða útferð.
3. Stöðugur hósti eða hæsi.
4. Sérhver breyting á vörtu eða fæðingarblett.
5. Ber eða fyrirferðaraukning í brjósti eða annarsstaðar.
6. Sérhver breyting á hægðum eða starfsemi þarmanna.
7. Langvarandi meltingarerfiðleikar eða erfiðleikar á að
kyngja.
Þýtt og endursagt úr grein norska læknisins dr. Harold
Lie. J. J.
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Ritstjóri blaðsins er Jóhanna Jóhannsdóttir, Langholtsveg 56.
1 ritstjórn blaðsins eru ljósmæðurnar:
Amdis Hólmsteinsdóttir,
Steinunn Guðmundsdóttir,
Ragnhildur Jónsdóttir.