Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 24

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 24
58 L JÖSMÆÐR ABL AÐIÐ Smitandi þarmasjúkdómar og hvernig hægt er að verjast smitun Mörg sameiginleg einkenni eru á smitandi þarmasjúk- dómum t. d. hiti hár eða lágur, meltingartruflanir, niður- gangur með magaverkjum, tíðar hægðir oft blóði og slími blandar. Um einstaka sjúkdóma má segja í stuttu máli: Taugaveiki (tyfus) og taugaveikibróðir (paratyfus) eiga rót sína að rekja til skyldra sýkla og er oft ekki hægt að þekkja þessa sjúkdóma hvern frá öðrum nema með sýkla- rannsókn. Mest áberandi einkenni sjúkdómanna er smá- hækkandi hiti, sem getur hækkað í 39—40° og getur sá hiti haldist svo vikum skiptir þar til hann lækkar aftur. Ef þessir sjúkdómar verða að farsótt getur dánartalan verið mjög mismunandi. I þessum flokki eru einnig vægari taugaveikissjúkdóm- ar (paratyfus gastroenteritter), sem venjulega berast með ýmsum fæðutegundum, m. a. kjöti og kjötvörum. Sjúk- aómar þessir geta verið vægir eða skæðir. Blóðkreppusótt fylgir langvarandi og erfiður niðurgang- ur. Þarmagerlar (dysenterigerlar af ýmsu tagi) eru valdir að þessari veiki. Venjuleg blóðkreppusótt byrjar mjög skyndilega, fyrst með vatnsþunnum hægðum, sem verða venjulega fljótt slímkenndar eða blóðugar og mjög tíðar. Sjúkdómurinn er venjulega til þess að gera góðkynja, en getur einnig geysað sem illkynja farsótt með hárri dánar- tölu. Það er blóðkreppusótt, sem orsakast af gerlum, en sjúk- dómurinn getur einnig verið af völdu amöbutegundar einn- ar, og er þá tegund veikinnar stundum að finna hjá fólki, sem kemur frá hitabeltislöndunum. Hún er miklu hættu- legri, og henni fylgja mjög blóðugar hægðir, en þessi teg-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.