Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 25

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 25
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 59 und veikinnar mun nær óþekkt hérlendis. Smitun og út- breiðasla. Sameiginlegt einkenni smitandi þarsjúkdóma er að smitefni eru í hægðum og þvagi sjúklinganna — og stundum í uppsölu. 1. Smit getur breiðst út, með snertingu annaðhvort að komið sé við sjúklinginn beint eða óbeint með því að snert sé á þeim hlutum, sem hann hefur komið við eða notað, t. d. sængurfatnaði, handklæðum, matarílátum. 2. Vatni mjólk og öðrum matvælum, sem óhreinkast hafa af óþvegnum höndum, og t. d. vatni úr brunnum og lækjum, sem standa nálægt þeim stöðum, sem saur hefur verið kastað og hann sigið í jarðveginn. S. Flugum, sem komast að matvælum — beint frá smit- berum. Hvernig koma á í veg fyrir smit. 1. Með einangrun sjúklings og meðferð í samráði við læknir. 2 Með sótthreinsun hægða eftir tilvísan læknis. 3. Með því að þvo sér vandlega um hendur eftir notkun W. C., handþvotti á undan máltíðum og eftir að sjúkl- ing hefur verið hjúkrað. 4. Með ítrasta hreinlæti í öllu sem viðkemur matreiðslu. Með því að hindra að flugur komist í mat. Með því að kæla fljótt allan soðinn mat, sem ekki á að borða strax. Sjóða á mjólk, sem ekki er gerilsneydd og vatn, frá þeim stöðum þar sem „niðurgangur“ er. 5. Með bólusetningu (gegn taugaveiki og taugaveikibróð- ir). Bólusetja ber, þegar hætta er á farsótt, eftir því, sem heilbrigðisyfirvöldin segja til um, og eins ferða- langa þá, sem ætla til þeirra landa þar sem taugaveiki og taugaveikibróðir eru landlægir sjúkdómar. Bólu- setningin er algjörlega hættulaus, og veita allir læknar upplýsingar um hana. Þýtt úr upplýsingabæklingi, samþykktum af norsku heilbrigðismálastjórninni. J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.