Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 28

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1962, Page 28
62 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Ný naflaklemma Þegar skilið er á milli mun flestar ljósmæður enn sem komið er nota bómullarþráð, sem hnýttur er um nafla- strenginn. Þessi aðferð hefur margt til síns ágætis og er auðveld í framkvæmd. Þó eru á henni vissir annmarkar, og þessvegna hafi á seinni árum verið framleiddar ýmsar tegundir af naflaklemmum. I Svíþjóð var farið að nota nýja tegund af klemmum, ,,Steri-clam“, fyrir skömmu, og hefur hún þótt reynast sérstaklega vel. Það seih Steri-clam hefur fram yfir aðrar gerðir af naflaklemmum er þetta: Hún er búin til úr plasti, efni sem ekki er of hart, og hlífir þannig húðinni og naflastrengnum. Hún er seld í gerilsneyddum umbúðum, ein klemma í hverjum pakka, og er þannig mjög létt að geyma klemm- urnar sem eru ávalt tryggilega gerilsneyddar er til þeirra á að taka. Hún er færanleg, þannig að hægt er að breyta stillingu eftir gildleika naflastrengsins. Hún er sett á og fest með einföldu handtaki og án þess að nota þurfi töng. Barnalæknar hafa látiðí ljósi ánægju sína með Steri- clam, og telja að klemman hafa ýmsa fram yfir bómull- erbandið. Það dregur til sín vætu og getur því auðveld- lega sezt þar fyrir gerlagróður. Naflastrengurinn helzt þurr með Steri-clam og dettur hann þessvegna oft fyrr af t. d. eftir um það bil 5—6 daga. Þetta er ágætt fyrir mæð- urnar, því margar þeirra hafa áhyggjur af því að nafla- strengsbúturinn falli ekki af áður en þær fara af fæðing- ardeildinni. Steri-clam er notuð naflabindislaus, en það er tíma- og fyrirhafnarsparnaður. Þýtt úr sænska ljósmæðrablaðinu J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.