Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Page 7

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Page 7
LJÖSMÆÐRABLAÐH) 31 en móðirin og kvenleggur hennar 45 litninga og eru heil- órigðar, en hættan virðist vera meiri en almennt gerist, að þær eignist mongoloidbörn. Einnig hefur einu tilfelli verið lýst mjög sérkennilegu, bami með mongoloidútlit, en eðlilega greind. Litningatala blóðkornanna var eðlileg, en húðfrumur voru sumar með 46 litninga eða eðlilegar, en aðrar með 47 litninga. Um 30 mismunandi sjúkdóms- niyndir eru þekktar, sem orsakast af afbrigðum í litninga- skipan, og fylgir þeim flestum meira eða minni andlegur vanþroski. Tveir af litningunum 46 ákveða kyn einstaklingsins. Heilbrigðar konur hafa tvo stóra litninga, sem kallaðir eru X og ákveða kynið. Heilbrigður karlmaður hefur einn stóran X litning og annan lítinn, sem kallaður er y. Það er að segja heilbrigður kvenmaður hefur XX, en heilbrigð- nr karlmaður Xy. Afbrigði hafa fundizt frá þessu, og orsaka þau líkamleg afbrigði og í mörgum tilfellum einnig andlegan vanþroska með tilliti til greindar og skapgerðar. Einn sjúkdómurinn er svonefndur Klinefelterssjúkdóm- nr. Að ytra kyni til eru þeir einstaklingar, sem eru með hann, karlmenn, en með kvenlegum einkennum. Þessir nienn eignast ekki afkvæmi og verða seint eða ekki kyn- þroska. Hjá þessum einstaklingum eru 2X litningar eins °S hjá konum, en einnig y litningur eins og hjá karlmönn- l,ni. Litningatala þeirra er þannig 47 í staðinn fyrir 46 eins og eðlilegt er. Það finnast líka sjaldgæfari Klinefelterseinkenni með þremur eða f jórum X litningum og er þannig litningatalan ^8 eða 49 og hærri. 1 einstaka tilfellum, þar af hefur einu verið lýst í Sví- þjóð, hefur Klinefelterssjúkdómur komið fram samfara rnongolismus og viðkomandi þá verið með tvenns konar &fbrigði í litningamyndinni. Klinefelterssjúkdómur er algengari, en ætla hefði mátt

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.