Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Page 11

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Page 11
LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 35 af völdum næmra sjúkdóma. Aðrir ætla hlut þessara sjúk- dóma miklu minni eða um það bil 5%. Hér er fyrst og fremst átt við heila- og heilahimnubólgur af völdum sýkla og veira. Sjúkdómar þessir leiða strax til einhverra skemmda á heilafrumum, en sökum blóðrennslistruflana, sem hljótast af bólgunum, getur eyðileggingin haldið áfram í langan tíma eftir að bráðakasti veikindanna er lokið. Algeng afleiðing heilahimnubólgu bama er vatnshöfuð. Heilavökvinn síast úr blóðvatninu í holrúm heilans. Það- an rennur hann út um op, sem er á mörkmn heila og mænu, út á yfirborð heilans og myndar e. k. beð fyrir miðtaugakerfið. Síðan síast hann út í bláæðar heilahimn- anna. Ef farvegir vökvans stíflast, leiðir það til aukins vökvaþrýstings inni í höfuðkúpunni. Af því hlýzt rýrn- un á heilanum. Ennfremur þenst höfuðkúpan út og verð- ur mjög stór, allt að helmingi meiri að rúmmáli en meðal höfuðkúpa. Við þetta verður útlit bamsins sérkennilegt. Vatnshöfuð getur verið meðfætt ástand. Andlegur þroski vatnshöfuðsbarna er mismunandi. Vitsmunir manna og dýra eru tengdir við miðtauga- kerfið og helzt þann hluta þess, sem nefndur er heili. Á síðustu áratugum hefur miðtaugakerfið, þ. e. heili og mæna, verið rannsakað mjög nákvæmlega, bæði bygging þess eins og hún verður séð í smásjá og svo störf. Rann- sóknir á efnafræðilegri byggingu og efnaskiftum þess hafa aftur á móti dregizt, en em nú í gangi víðast hvar, þar sem unnið er að tilraunavísindum. Erfitt er að spá um, hvaða hagnýta þýðingu þær kunna að hafa á næstunni. En heila- og taugafrumur eru þær fmmur líkamans, sem endumýjast ekki, og eru skemmdir á þeim því varanleg- ar, því hefur ekkert komið fram ennþá, sem læknað geti greindarskort. Aftur má vera Ijóst, að stöðugt finnast fleiri og fleiri sjúkdómar, sem valda andlegum vanþroska og ráð til að koma í veg fyrir skemmdir af þeirra völdum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.