Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Side 19

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1965, Side 19
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 43 gleypa þau í sig án nokkurrar skynsemi. Ekki er óalgengt að menn liggi meðvitundarlausir 7—8 daga“. Sumir deyja — já allt of margir. Farið heldur í heitt bað að kvöldi þó að það taki nokkurn tíma, heldur en að taka svefnlyf. Það er betra að vaka nokkra stund en verða háður slíkum lyf jum. En það er ekki aðeins til að róa taugarnar, sem menn taka lyf. Margir neyta örvandi lyfja af ýmsu tagi, sem geta haft mjög slæm áhrif á taugar, þótt þeirra sé ekki neytt í fullu óhófi. Þar má fyrst nefna koffein, sem er einnig notað til inn- spýtingar ef hjarta sjúklinga stöðvast á skurðarborði. 0.3—0.5 gr. skammtur getur nægt til þess að hjartað dagist saman og getur koffeinið þannig bjargað manns- lífum, ef sjúklingurinn er ekki vanur að neyta þess í svo ííkum mæli að líkaminn hafi byggt upp svo mikla mót- stöðu gegn því, að lyfið verki ekki. Koffein örvar taugar ef til vill þegar þær þurfa mestr- ar hvíldar. Koffein deyfir þreytutilfinningu lætur vöðva og heila vinna þótt hvíldar sé þörf og hefur slæm áhrif á ineltinguna. Koffein er í te, kaffi og coladrykkjum. Venju- lega er meira koffein í te en kaffi, en þar sem teið er drukkið þynnra en kaffi verður koffeinmagnið svipað í ein- um bolla. Koffein hefir áhrif á miðtaugakerfið, á vöðvana — þar á meðal hjartavöðvana, og einnig nýnm. Mönnum finnst að þeir aflýist og hressist, andlega. Seinna getur eirðarleysi orðið áberandi. Örvun miðtaugakerfisins hefir venjulega þunglyndi í för með sér seinna og ef um veru- lega ofneyzlu eiturefna er að ræða, svefnleysi, æsing, óreglulega hjartastarfsemi og öran andardrátt. Þeim, sem vilja venja sig af óhóflegri kaffidrykkju eða annarri neyzlu örvandi lyfja, er ráðlagt að taka B fjör- efni, drekka mikið vatn og borða ávexti. Einnig er talið beppilegt að fara í heitt bað á hverjum degi. Þýtt og endursagt J. J.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.