Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Page 13

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1966, Page 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 37 Barnið var kælt niður í 20 stig fyrir hjartauppskurð í vor var gerður mjög merkur uppskurður á sex mán- aða sveinbarni á Háskólasjúkrahúsinu í Seattle. Hjarta litla drengsins var stöðvað í 32 mínútur og líkami hans kældur niður í 20 stig á Celsius á meðan læknarnir gerðu við tvo meðfædda hjartagalla. Litli drengurinn, Benjamin Capps, hafði aðeins þyngst um tvö pund frá fæðingu og þrisvar sinnum verið lagður á sjúkrahúsið. Við rannsóknir kom í ljós, að hann hafði tvo mjög alvarlega hjartagalla. Gat var á hjartaveggn- um milli efri hjartahólfa hans og lungnaæðarnar fluttu súrefnisríkt blóð aftur frá lungunum inn í hægra hjarta- hólfið í staðinn fyrir það vinstra. Báðir þessir gallar voru meðfæddir. Ekkert gat bjargað barninu nema uppskurður, en óttazt var, að það þyldi ekki að við það væri notuð hjartalungna- vél. Læknarnir ákváðu því að nota aðferð, sem fundin hefur verið upp í Japan, en hún byggist á þvi, að líkams- hita sjúklingsins er komið niður 1 20 stig, hjartað er stöðvað og aðgerðin framkvæmd á því. Fyrst var Benjy litli settur niður í venjulegan bala, sem fylltur hafi verið með plastpokum með ísmolum 1. 27 mín. síðar var líkams- hitinn farinn að nálgast 20 stig. Skurðlæknarnir opnuðu brjóstholið stöðvuðu hjartað með því að binda fyrir aðal- slagæðina, og dæla saltupplausn (Kalium magnesíum) inn í hjartað. Aðgerðin á hjartanu, sem var minna en tenniskúla, tók 32 mínútur. Hjarta Benjy var síðan núið þar til það tók &ð slá að nýju, en um stund var sérstakt tæki sett í sam-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.