Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Qupperneq 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Qupperneq 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 149 Reymond og Benson í Obstetrics & Gynecology í marz 1961. Þeir notuðu pitocin-töflur, sem Parke, Davis & Company bjuggu til, með 50 einingar af pitocin í hverri töflu. Töflurnar eru látnar liggja í munninum, úti í kinnum, og byrjað með 200 einingar. Næsti skammtur var 300 einingar, og síðan var bætt við 100 einingum, þangað til skammturinn var kominn upp í 700 einingar og alls voru gefnar um 2070 einingar á sex til sjö klukku- stundum. Töflurnar voru teknar á hálftíma til klukku- tíma fresti. Ef ekki tókst að framkalla fæðingu fyrsta daginn, var sami skammtur endurtekinn í fjóra daga. Þessa meðferð fengu alls 85 konur, og þeim tókst að fram kalla fæðingu með þessu móti einu í 75.9% tilfella. Með- alskammtur til þess að koma fæðingu af stað, reyndist vera 2100 einingar af pitocini. Aldrei kom krampakennd sótt fyrir hjá konunum, og ef samdrættirnir í leginu voru ekki eðlileg sótt, sem var að komast af stað, hættu þeir jafnharðan og hætt var við að taka töflurnar. Af þeim sökum telja þeir enga áhættu vera í því fólgna að gera þessa tilraun til þess að framkalla fæðingu. Hins vegar álíta þeir ákveðna hættu hljóta að myndast, ef konurnar geti sjálfar keypt sér slíkar töflur og byrjað að taka þær, þegar þeim fer að leiðast, hvað barnið lætur lengi bíða eftir sér, eða ef hugsunarlitlir læknar færu að láta konurnar hafa þetta lyf til eigin afnota, án þess að gætt yrði allrar varúðar og fylgt ströngustu reglum um fram- köllun fæðinga. Enn er að geta lyfs til þess að koma af stað fæðingu, ef taldar eru til þess nægilegar ástæður, en það er parter- gine frá Sandoz. I lyfinu er methylergometrine maleate, sama og methergin, nema í meiri þynningu, eða 0.075 mg í 1 ml, sem svarar til um 30 dropum. Eins og áður var getið, voru fæðingarlæknar orðnir sammála um það í lok nítjándu aldar, að secale-lyf mætti aldrei nota á fyrsta og öðru stigi fæðingar. Eftir öll þessi ár er þó enn þá

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.