Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Side 3
Skýrsla stjórnar LMFI
1974
Á árinu voru haldnir 3 félagsfundir, 7 stjórnarfundir
og jólafagnaður, hinn árlegi bazar, sem haldinn var fyrir
áramót svo og kökubazar. Hann var haldinn í apríl og
ágóði af honum sérstaklega ætlaður til að koma á móts
við ýmsan tilfailandi kostnað viðkomandi aðalfundinum
hér. Ákveðið var á síðasta aðalfundi félagsins, 3. júní
1973, að halda fundinn á Akureyri samlcvæmt tillögu Norð-
urlandsdeiidar félagsins. Þessari tillögu var strax tekið
með fögnuði af fundarkonum og í því sambandi má nefna,
að Norðurlandsdeildin bauð fram að annast allan undir-
búning fundarins þar nyrðra. Norðlenzku ljósmæðurnar
hafa sýnt mikinn félagsþroska í störfum sínum frá stofn-
un deildarinnar. Stjórnin metur mjög mikils störf henn-
ar svo og þetta frumkvæði til þessa fundarhalds. Þetta
mun í fyrsta sinn, sem Ljósmæðrafélag íslands þingar
utan höfuðborgarinnar og það er okkur mikil ánægja, að
það skuli einmitt vera hér á Akureyri í höfuðstað Norð-
urlands. Fleira en eitt stuðlar að því að gera þennan fund
sérstæðan. Eins og ég sagði, í fyrsta sinn utan Reykja-
víkur, Ljósmæðrafélag Islands, eitt elzta íélag innan heil-
brigðisstéttanna á 55 ára afmæli, því það var stofnað 19.
maí 1919, að því ónefndu, að nú er það herrans ár 1974,
sem er 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Ljósmæðrastétt-
in vill á sinn hátt setja svip á hátíðahug íslenzku þjóð-
arinnar í tilefni af þessu afmæli, m.a. með því að mæta
til þessa fundar félagsins nær allar í íslenzkum þjóðbún-