Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Qupperneq 4

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Qupperneq 4
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ingi, en þeirri hugmynd kom Margrét Þórhallsdóttir for- maður Norðurlandsdeildar á framfæri á síðasta aðalfundi. Fundur, sem haldinn var 11. október 1973, var tileink- aður sem og fyrri haustfundir nýútskrifuðum ljósmæðr- um, sem sérstaklega voru boðnar á þennan fund. Þær voru boðnar velkomnar í félagið og óskað allra heilla í starfi, afhent lög Ljósmæðrafélags Islands og að gjöf félagsnælan. Þetta var ungur og vasklegur hópur og sér- stök ánægja að fá þessar ungu og nýbökuðu ljósmæður til starfa í félagið. Jólafundurinn var haldinn að Hótel Holti um miðjan desember. Formaður nefndarinnar var Hulda Jensdóttir og með henni Hanna Antoníusdóttir og Sjöfn Eyfjörð. Fundurinn var einkar ánægjulegur. Þar var fræðsla og kynning og sérstök ástæða er til að nefna myndasýningu Huldu Jensdóttur og málflutning hennar með myndunum, auk þess stjórnaði hún fundinum. Stjórnin telur jólafundi þátt, sem við ættu að hafa fastan lið og leggja alúð í. Þann 28. janúar 1974 var haldinn fundur að Hallveig- arstöðum. Fundarefnið var kjarasamningarnir, en í samn- inganefnd Ljósmæðrafélags íslands höfðu verið kjörnar Steinunn Finnbogadóttir, Halldóra Ásgrímsdóttir, Auð- björg Hannesdóttir, Selma Vilhjálmsdóttir og Anna Harð- ardóttir, en auk þess var formaður og Auðbjörg Hannes- dóttir í aðalsamninganefnd BSRB. Á þessum fundi voru lögð drög að kröfugerð og for- maður lagði til að fá lögfróðan og vanan samningamann til að yfirfara kröfugerðina, áður en hún yrði send fjár- málaráðherra til meðferðar fyrir hönd ríkissjóðs, og urðu þá smábreytingar á henni. Þegar á þessum fundi hafði formaður efnt til fundar, sem haldinn var á Fæðingar- heimili Reykjavíkur. Þangað var boðuð stjórn félagsins, samninganefnd BSRB, starfsnefnd BSRB, skólanefndin og fulltrúar frá ýmsum vinnustöðum þ.á.m. héraðsljós- móðir Anna Sveinbjörnsdóttir frá Sandgerði. Þarna fóru

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.