Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Page 8

Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Page 8
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ ráð er fyrir gert í frumvarpinu og teljum, að ekkert knýi á að ganga svo langt í frjálsræði að svo stöddu og eigum við þar fyrst og fremst við 1. til 9. gr. Sú grein, ef að lögum yrði, fellir mikla málalengingu, sem á eftir kemur í frumvarpinu, því þar er gengið það lengsta sem hægt er við rýmkun löggjafar um fóstureyðingar. Því teljum við, að 1. tl. 9. gr. eigi að fella burt, en 2. tl. með undir- liðunum a-f standi. Samkvæmt eðli málsins væntum við þess, að um aðstæður, sem eiga við liðina d og e verði fjallað sérstaklega með félagsleg sjónarmið í huga og ekki eingöngu af læknum. Varðandi 10. gr. Við viljum nokkra breytingu á 10. gr. að hún hljóði svo: Fóstureyðing, sem leyfð er samkvæmt lögum þessum, skal framkvæmd eigi síðar en í lok 12. viku. Frávik frá þessu ákvæði eru aðeins heimil af ótví- ræðum læknisfræðilegum eða mannúðar ástæðum. Við gerum ekki athugasemdir við frumvarpið um ófrjó- semiaðgerðir, enda teljum við þar margt til bóta, en vilj- um koma því sjónarmiði okkar á framfæri, að eigi skuli veita leyfi til ófrjósemiaðgerða, ef viðkomandi er ekki fullra 30 ára, nema um alvarlega sjúkdóma sé að ræða eða annað, sem að læknisráði mæli eindregið með, að að- gerð sé framkvæmd. Að lokum viljum við undirstrika og leggja höfuðáherzlu á aukna fræðslu og ráðgjöf og hefja skipulegar fram- kvæmdir í þeim efnum sem fyrst. F.h. Ljósmæðrafélags Islands Steinunn Finnbogadóttir formaður

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.