Ljósmæðrablaðið - 01.03.1975, Síða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
43
landinu. Því fer stjórn Ljósmæðrafélags Islands þess á
leit við yður, herra fjármálaráðherra, að þeir hlutist til
um, að þessi lög verði úr gildi numin, en í stað þess verði
felld inn í lög um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins
ákvæði, sem tryggi héraðsljósmæðrum sömu réttindi og
öðrum starfsmönnum ríkisins sbr. lög nr. 29, 29. apríl
1963 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Ljósmæðrafélag íslands leggur mikla áherzlu á það, að
þér, herra fjármálaráðherra, leggið fram þegar á þessu
þingi stjórnarfrumvarp, sem leiðrétti þetta ranglæti, sem
héraðsljósmæður hafa búið við um langan aldur.
Greinargerð.
Héraðsljósmæður einar eiga aðild að Lífeyrissjóði ljós-
mæðra frá 1938. Þessi sjóður er ekki verðtryggður. Greiðsl-
ur ljósmæðra eru í samræmi við laun þeirra, en þær eru
lægst launuðu embættismenn á landinu og framlag ríkis-
ins fer þar eftir.
Þær ljósmæður, sem njóta nú lífeyrisréttinda í lífeyris-
sjóðum starfsmanna ríkisins og/eða bæjarfélaga, vinna
á heilbrigðisstofnunum, samkvæmt ákveðnum launaflokk-
um. Þær hafa því nú þegar hlotið þau lífeyrisréttindi, sem
félagið óskar eftir til handa öllum ljósmæðrum landsins.
Stjórn Ljósmæðrafélagsins telur, að eðlilegast sé, að
héraðsljósmæður falli undir sömu ákvæði og um getur í
lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 3. gr., þar
segir m.a., að sjóðfélagar séu allir þeir, sem skipaðir eru,
settir eða ráðnir í þjónustu ríkisins og taki ekki minna
en hálf laun.
Hvað héraðsljósmæðrum viðkemur, eru þær skipaðar
eða ráðnar í ljósmæðraumdæmi og taka full laun, en þessi
fullu embættislaun þeirra eru svo lág, að þær eru ekki
viðurkenndar sem ríkisstarfsmenn, sem njóta megi rétt-
inda eins og þeir, sem hálf laun taka. Ríkið greiðir %
hluta launa þeirra og viðkomandi sveitarfélag Vá